Skip to Content

Kantötur og söngdrápur

Nú kveð ég ljóð

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
19
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Nú kveð ég ljóð, sem orti’ ég forðum ungur

  til unnustunnar, hýr í vorsins næði;

það heyrði enginn annar þessi kvæði

  en ég og hún. – Það losnar fjötur þungur,

er sorgin hefur lagt í ljúfling sinn,

  við ljóðin glöðu, er minna’ á sælli daga;

  þau söng ég þegar sat ég úti í haga

um sumarkvöld með lambahópinn minn.

-   Ég söng þau, er dalgolan kyssti kinn

 á kærustu minni um vormorgna ljósa

 und ilmbjörkum grænum á litsblæjum rósa

með gulllokka flögrandi engilinn minn.

      ég kyssti, - en blómálfar blíðir mín ljóð

í blágresis-toppunum sungu. - -

   Nú flyt ég þér óðinn, mín elskaða þjóð,

með yl vorrar göfugu tungu!

  Í gleði og harmi þú bifaðir barm

á barninu þínu ungu!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Syngið strengir

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
18
Lengd í mín: 
7:18
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

Syngið, strengir, svellið, titrið,

syngið lengi, hljómið snjallt!

Blóm á engi, brosið , glitrið,

blómsveig tengið lífið alt!

         Kystu, sól,

         hríslu á hól,

hlæið, fjólur yndisbláar!

         Hulda smá,

         björt á brá

         barnsins þrá ég vek þér hjá,-

opna grábergs hallir háar!

         Hlustið til,

         hér eg vil

         hefja fjölbreytt strengjaspil!

Undir tekur enginn,

einn ég hræri strenginn! 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Nú fellir himininn frosin tár

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
17
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Nú fellir himininn frosin tár

   á fölnuð og haustbleik engi,

því hún, sem gekk þar með bjartar brár,

    var burtu þaðan svo lengi.

Þótt endurgrói hver engjarós

    og álftakvak hljómi’ á vorin,

hún kemur þar aldrei, mitt lífsins, ljós,

     sem liðin að gröf var borin!

 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands

Og kotið litla

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
16
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Og kotið litla varð konungshöll

            og krýnd var hún þar sem drottning;

ég sýndi' henni kærleiks atlot öll

ég sýndi’ henni kærleiks atlot öll

            og einlæga, djúpa lotning.

Hún snerti heila míns hverja taug

og hjarta míns dýpstu strengi, -

þeim strengleikum ann ég og óðlög þau

            ég elska, - þau hljóma lengi!

 

* *  *

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Hló við í austurátt

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
14
Lengd í mín: 
2:55
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

Hló við í austurátt

upprunninn dagur,

leið upp á loftið blátt,

ljúfur og fagur.

Stjörnurar byrgðu brá

bljúgar og hljóðar, -

liljurnar litlu þá

lifnuðu óðar.

Hljómfagra hörpu sló

heiðló í grænum mó. –

Vöknuðu´ af værri ró

vonirnar góðar.

 

Loftblær í laufi þaut,

lék sér í víði, -

angaði´ úr engjalaut

ilmurinn þýði. –

Alein þar undir hól

undum við saman,

undum mót austri´ og sól,

ó, það var gama!

Bundum við tryggða-bönd,

bærðist á vörum önd,

gáfum þar hjarta´ og hönd

hálfrjóð í framan.

 

Gengum við hól af hól

hvíslandi´ í næði;

gaf okkur gjöful sól

gullhlaðin klæði.

Leiddumst við heim í hlað,

hjartansþrá fylgdum.

Pabbi kom okkur að, -

óðar við skildum.

Karlinn í kampinn hló,

kátur á öxl mér sló:

„Fengið var þarna þó

það sem við vildum!“

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Við gengum er morgunsins brosti brá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
15
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Við gengum, er morgunsins brosti brá

            og blástjarnan þorði´ ekki´ að vaka

á engjarnar, - ég var með orf og ljá,

            hún átti´ að fara´ að raka.

Og saman við gengum, er sólin rann

            og signdi hlíðina’ og bæinn;

ég tala sem fæst um teiginn þann,

            sem til var þá eftir daginn.

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þó stundum grund og giljum frá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
13
Lengd í mín: 
4:21
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

Þó stundum grund og giljum frá

            mér glaðlegt ómi strengja-spil

um æskugleði, ástarþrá,

um augu skær og hýr og blá,

það hljóma ómar aðrir þá,

            sem öllu betur heyri´ég til

            og einmitt ég alt of velskil!

                        Og hvar sem ég geng

                                    og hvert sem ég fer,

                        þó herði´ég minn streng,

                                    þeir óma hjá mér;

ég er borinn af ljúf-sárum, titrandi tónum,

            tónum, sem flýja ég vil.

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Bára, þegi þú

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
12
Lengd í mín: 
3:55
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 
Bára, þegi þú!
Þagna, reginhaf!
Ljómar eigi af
ungum degi nú.
Húmið hljóða mér
hvíldir bjóði eitt, -
líði´ ei ljóðið neitt,
lofn mín góð, frá þér! 
Dimmt er nú í dalnum mínum ljósa,
dauft er þar.
- alstaðar
þyrnar stinga´ á kvistum rauðra rósa. 
- Undur- milt,
ofur- stilt
álfabörnin leika´ á gullinstrengi;
einhver fró
er mér þó,
ef í blund sá tónn mig sungið fengi. 
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Nú skal söngvum hætt

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
11
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 
Nú skal söngvum hætt og mín sál er þreytt, -
ég sé ei neitt
nema hjarta míns þrá, sem hvarf mér frá
og hneig í dá.
Þú mistir mig: hún á mitt hjarta´ og ljóðin! 
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þú varst hreinni öllu

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
11
Lengd í mín: 
4:43
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 
Þú varst hreinni öllu, sem augað sá,
mín eina þrá.
Við blástrauma Rangár þú brostir hljóð, 
svo blíð og góð.
Ég heyrði þinn söng um sumarkvöld löng
er sólin skein, -
um dalanna son, um sólskin og von
þú söngst mér ein.
 
Nú er horfin æskan, ó Hulda mín, -
og heim til þín
ég aldrei kem framar: hin fagra dó!
Hvar finn ég ró?
Hvort syrgir þú mig, er sólroða slær
á salinn þinn?
Æ, siturðu´ er blikar nú blástjarnan skær, 
með bleika kinn? 
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur