Skip to Content

Kantötur og söngdrápur

En böl ei bítur á oss

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
11
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

En böl ei bítur á oss

ef bíðurðu (vinur) hjá oss,

þú lesa kannt úr feiknstöfum

fegurstu trú.

(Þó  sæki óhöpp að oss,

ei ofbýður það oss

vér umsjá þinni hlýtum.

Þú gegnir oss nú.) 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Góðvinur Hallur

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
10
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Tón. Þórhallur spám.

Góðvinur Hallur, þó þér hlýði ég,

haustboði þínu kvíði ég.

Voðalaus ei verður veislan sú.

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Gröm og gömul goð

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
9
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Tvöfaldur kór.

Gröm og gömul goð vor óblætin

norpa í heimalands hofum.

(Öll í ellibelg er æskan skriðin,

verður þó aldrei útbyggt.) 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Veit ég þinn arfi verður í starfi

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
8
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Sóló. Þórhallur spám. (Bassi)

Veit ég þinn arfi verður í starfi,

þjóðvaxtar þarfi, hinn þegnskapar djarfi.

Hnípi ég yfir hljóðum grun, --

hann er í hvarfi. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

En hvað er það, sem þögnum veldur

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
7
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Tón. Síðu-Hallur. (Tenór)

En hvað er það sem þögnum veldur,

Þórhallur, ef getið er

Þiðranda til sæmdar sér,

sé þó ungur, vítt um fer

erlendis og heima hér. --

Þar um ertu hljóður heldur. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Og þar verður Þiðrandi

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
6
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Og þar verður Þiðrandi kominn

með þrekvirkin.

(Hann hermir hreystisögur,

og hans er sigurinn.) 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Hjá ástvinum öllum

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
5
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Sóló. Húsfreyja. (Sópran.)

Hjá ástvinum öllum, hjá ættingjum snjöllum

svo konum og körlum

(er kenna þig svo orku ramman

að létta skap og lífga gaman.)

Þið skerpið skemmti ræður,

og skarið fornar glæður.

Þið ljóðið lauf í skóginn

og lóuna í móinn,

og vermið svo veturinn

(að vorið ilmar gegnum snjóinn.) 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð

Við missa þig ei megum

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
4
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Við missa þig ei megum,

því mætastan þig eigum

og spakasta spámanninn.

(Það svipar söknuð á oss

að sjá þig ekki hjá oss

og ginnir burt gleðskapinn). 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Fyrst sumrinu hallar um sinn

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
3
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

(Síðuhallur, húsfreyja og heimafólk).

Fyrst sumrinu hallar um sinn,

þá setjumst við þéttara inn

að langelda þýðunni, Þórhallur minn.

(Og hraðfleyg) ef árin vor eldast,

Skal æskan vor (samt) ekki kveldast,

En varmara nærtengjast vinahópurinn. - -

- - Til jólaboðs míns, vinur, þig ég vinn. 

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Nú haustar á heiðum

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
2
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Nú haustar á heiðum, og hádegin rökkva.

Og mörg lauf á meiðum í moldina sökkva.

Senn kólnar í kofa, og kaffennir glugga.

Og svanavötn sofa, í svellbláma skugga. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur