Skip to Content

Kantötur og söngdrápur

Við sjónbaugsrönd

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
30
Lengd í mín: 
5:04
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Helga Jónsdóttir syngur í tóndæminu


 

Við sjónbaugsrönd nú silfurbönd

            á suðurhæðum þokan fléttar;

og hylur túnin heiðarbrún

            og haga fagra, grundir sléttar,

þar fyrst við sáum sól á bernsku árum

og sumarblómin vættum okkar tárum.

 

Þar man ég ljóst við móður brjóst

            hve milt var alt, - sú tíð er gengin: -

hún hvílir nár með brostnar brár,

            nú býður móðurfaðm mér enginn.

En tárin þorna við þinn barminn bjarta,

þú bauðst mér, gafst mér friðinn við þitt hjarta.

 

Í ljúfri kyrð við búum byrgð

            nú bæði ein und lágum greinum,

í djúpum frið við fossins nið

            og flúðar óð hjá dökkum steinum.

Og bak við okkar blundar æskan ljósa,

sem barn, er sefur vært á milli rósa.

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Og það verður síðast

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
28
Lengd í mín: 
3:28
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

Jóhann Konráðsson flytur tóndæmið. Lena Ottestedt leikur undir

 


Og það verður síðast sólskinið mitt,

            hið síðasta varðljós við gröfina mína;

við andlát mitt hættir augað þitt,

            að eilífu mér að skína.

En þá hef ég líka lifað og átt

            það ljúfasta, ástina þína!

Því skulum við lifa og dilla’ okkur dátt

við dynjandi, glymjandi hörpuslátt,

            uns vonirnar deyja og dvína!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Engin ský yfir rós

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
27
Lengd í mín: 
5:33
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

            Engin ský

                        yfir rós!

            Upp ég sný,

                        þar er ljós;

augu þín, mín æskurós,

eru ljós!

 

Hvort þú verður lífs eða liðin,

            er loka ég síðast brá,

með blikið og birtuna’ og friðinn

þau blessuð ljós skal ég sjá,

þau skal ég, þau skal ég sjá!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Syng þú mér nú ljúflingslag

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
26
Lengd í mín: 
3:22
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Syng þú mér nú ljúflings-lag,

         liðið er á dag!

Allt er röðulgulli gyllt,

góða, syngdu ljúft og milt

         við minn strengjaslag!

Syngdu’ um æsku, ást og tryggð,

okkar kæru dala-byggð,

         syngdu’ um sólarlag!

 

Sitjum þarna, unum ein

         upp við þennan stein!

Röddin þín er þýð og veik,

þessum hæfir gæugjuleik,

          en svo undurhrein. –

Skyldi læra lögin þín,

litli fuglinn, góða mín,

          þarna’ á grænni grein?

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Nú finnst mér við flogin á braut

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
25
Lengd í mín: 
3:29
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Nú finnst mér við flogin á braut,

    á vegin til himinsins blessuðu barnanna,

     brosandi, ljóskviku, fallegu strjarnanna,

liðin í ljósvakans skaut!

 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Siglum hægar, siglum hraðar

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
24
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Siglum hægar, siglum hraðar,

            svalan loftsins töfrastraum!

Okkur létta loftið baðar,

langt í burt, að foldar jaðar

            svífum tvö í sælum draum!

Hrærum gígjur, strengi stillum

strengjahljómi loftið fyllum,

            lífgum allt með gleði’ og glaum!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Hefði ég vængi

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
23
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Hefði’ ég vængi valsins fráa,

vinan kær, ég lyfti þér

upp í loftið ljósa, bláa,

liði yfir tindinn háa, -

            ó, ég skyldi skemmta mér!

Mig ég hvíldi á hæsta tindi,

            hvíldi mig við brjóstin þín, -

svifi móti sunnan vindi

seint og hægt í vorsins yndi,

þegar sól í suðri skín.

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Komum tínum berin blá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
22
Lengd í mín: 
4:35
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Komum, tínum berin blá!

bjart er norðurfjöllum á,

svanir fljúga sunnan yfir heiði.

            Hér er laut og hér er skjól,

            hér er fagurt, - móti sól

gleðidrukkinn feginsfaðm ég breiði.

            Sko, hvar litla lóan þaut

            langt í geiminn frjáls á braut, -

þröstur kveður þarna’ á grænum meiði!

            Ertu’ að syngja um ástvin þinn,

            elsku-litli fuglinn minn,

eru nýir söngvar enn á seiði?

            Þú ert ungunr eins og ég,

            elskar, þráir líkt og ég. –

            förum seinast sama veg,

            syngjum, deyjum, þú  og ég, -

litli vin á lágum grænum meiði

langt uppi’ á heiði!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Millispil

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
21
Ár samið: 
1915-1932
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þegar vorperlan fyrsta vaknar

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
20
Lengd í mín: 
2:56
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Þegar vorperlan fyrsta vaknar

            af vetrrins þunga dvala,

þegar snjórinn á fjöllunum slaknar,

            og slagæðar grænkandi dala

svo líflega vaxa og leika sér dátt

            um landið í morgunsvala,

þá herði ég aftur minn strengjaslátt,

þá stælist minn kraftur við  vorsins mátt,

            við þig, ástin mín, eina ég tala!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur