Skip to Content

Kantötur og söngdrápur

Þó að margt hafi breist

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
IX
Lengd í mín: 
2:48
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Páls P Pálssonar

Hljómsveitarútsetning: Hallgrímur Helgason. 


 

    IX

 

            Sópranó sóló

Þó að margt hafi breyzt síðan byggð var reist,

geta börnin þó treyst sinni íslensku móður.

Hennar auðmjúka dygð, hennar eilífa trygð

eru íslenzku bygðanna helgasti gróður.

Hennar auðmjúka dygð, hennar afl til að þjást

skal í annálum sjást, verða kynstofnsins hróður.

Oft mælir hún fátt, talar friðandi lágt.

Hinn fórnandi máttur er hljóður.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Vakið, Vakið

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
VIII
Lengd í mín: 
3:44
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands 

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar

Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.  


               VIII.

 

            Tenór sóló – kór

Vakið. Vakið. Tímans kröfur kalla,

knýja dyr og hrópa á alla.

Þjóð, sem bæði Þór og Kristi unni,

þjóð, sem hefir bergt af Mímisbrunni,

þjóð, sem hefir þyngstu þrautir lifað,

þjóð, sem hefir dýpstu speki skrifað –

hún er kjörin til að vera að verki,

vinna undir lífsins merki.

 

Synir Íslands, synir elds og kalaka

sofa ekki, heldur vaka.

Allir vilja að einu marki vinna.

Allir vilja neyta krafta sinna,

björgum lyfta, biðjast aldrei vægðar,

brjóta leið til vegs og nýrrar frægðar,

fylgjast að og frjálsir stríðið heyja,

fyrir Ísland lifa og deyja.

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Við erum þjóð

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
VII
Lengd í mín: 
4:57
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands 

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar

Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


 

                VII.

 

Kór – Sópranó Dúett.

Við erum þjóð sem hlaut Ísland að arf

og útsæ í vöggugjöf.

Við horfðum lengi yfir sólbjört sund

og signdum feðranna gröf.

En loksins heyrðum við lífið, hrópa

og lögðum á brimhvít höf.

 

Í hugum okkar er vaxandi vor

þó vetri og blási kalt.

Við sáðum fræum í íslenzka auðn

og uppskárum hundraðfalt.

Við erum þjóð, sem er vöknuð til starfa

og veit, að hún sigrar alt.

 

Á síðustu árum vann hún verk,

sem vitna um nýjan þrótt.

Aldrei var meira af gáfum glætt

né gulli í djúpin sótt.

Framtíðin er eins og fagur dagur,

en fortíðin draumanótt.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Fyrr var landið fjötrað hlekkjum

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
VI
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar.

Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


 

      VI.

          Tenór sóló – karlakór

Fyrr var landið fjötrað hlekkjum,

fátt um vopn og hrausta drengi.

Þjóðhetjur af þingsins bekkjum

þurftu að berjast heitt og lengi.

Dyrfsku þurfti að koma og krefja

konunga um lausn og bætur.

Frelsismerkið fyrstir hefja

fullhugar, sem þjóðin grætur.

 

Liðið óx, en lítið raknar

lengi úr okkar þungu fjötrum.

Það er fyrst er þjóðin vaknar,

þjáð og smáð og vafin tötrum.

Frelsið hertók hugi unga.

Hörmum sínum gleymir enginn.

Eftir mikla þraut og þunga

þá var loksins sigur fenginn.

 

               kór

Alla þá, sem voru að verki,

virðir þjóðin alla daga.

Undir þeirra mikla merki

mótast okkar líf og saga.

Þeir, sem réttu horfi halda,

hljóta sömu þakkargjöldin,

varpa ljóma um aldir alda

yfir heilög sagnaspjöldin.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Sjá dagar koma

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
V
Lengd í mín: 
3:42
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar.

Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


 

     V.

            Sóló Sópranó.

 

Sjá, dagar koma, ár og aldir líða,

og enginn stöðvar tímans þunga nið.

Í djúpi andans duldir kraftar bíða.

Hin dýpsta speki boðar líf og frið.

Í þúsund ár bjó þjóð við nyztu voga.

Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk.

Í hennar kirkju helgar stjörnur loga,

og hennar líf er eilíft kraftaverk.

 

Sjá dagar koma from hljómblik Minningarsjóður BG on Vimeo.

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Sjá liðnar aldir líða hjá

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
IV
Lengd í mín: 
6:40
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 


Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar.

Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


                 IV.

            Kór með Tenór sóló

 

            1.

Sjá liðnar aldir líða hjá

og ljóma slá

á vellina við Öxará,

á hamraþil,

á gjár og gil.

Hér hefir steinninn mannamál

og moldin sál.

Hér hafa árin rúnir rist

og spekingar

og spámenn gist.

Hér háði þjóðin

þing sitt fyrst.

 

            2.

Hylla skal um eilífð alla

andann forna konungborna.

Minning þeirra, er afrek unnu,

yljar þeim, sem verkin skilja.

Þeir, sem fyrstir löngum lýstu,

lyftu okkar þjóðargiftu.

Þeirra tign skal fólkið fagna,

festa trygð við þeirra bygðir*).

 

Þessum völlum unna allar

ættir lands og hollu vættir.

Hérna bundust feður fornir

fyr á dögum ríkislögum.

Þessi ber og heiðnu hörgar

heyrðu goðanna kristni boða.

Þennan völl og hamrahallir

hefir þjóðin vígt með blóði.

 

Liðinna alda líf og veldi

ljóma af þingum Íslendinga.

Horfnar stundir hugann binda

heiðnum seið og kristnum eiðum.

Þúsund ára lögmál lýsa

landið frjálst til yztu stranda.

Lýðir falla, en Lögberg gyllir

landsins saga um alla daga.

 

            3.

Sjá liðnar aldir líða hjá

og lýði taka nýjan sið.

Þeir krjúpa og biðja um kristinn frið,

um kristinn frið,

við Öxará.

Heyr, klukkur hringja.

Heyr, klerkar syngja:

Boðorð guðs skulu á bergið rist.

Þór er fallinn. Þór er fallinn.

Þóðin tilbiður krist.

                                    *gömul stafsetning látin halda sér

               

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Eld og orð-þunga

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
III
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

ath í tóndæminu er mezzo sópran sem syngur

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar. Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


 

     III.

 

Sóprano sóló

Eld og orðþunga

á íslensk tunga

fagra fjársjóði

falda í ljóði.

Of ísavetur

ornar fátt betur

allri ætt vorri

en Egill og Snorri.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Þér landnemar

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
II
Lengd í mín: 
3:33
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar. Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


                 II.

 Bass solo 

 

Þér landnemar, hetjur af konungakyni,

sem komuð með eldinn um brimhvít höf,

sem stýrðuð eftir stjarnanna skini

og stormana hlutu í vöggugjöf –

synir og farmenn hins frjálsborna anda,

þer leituðu landa.

Í særoki klufuð þér kólguna þungu,

komuð og sáuð til stranda.

 

 

Karlakór

Í fjalldölum fossarnir sungu.

Að björgum brimskaflar sprungu.

Vér blessuðu Ísland á norræna tungu.

 

 

Blandaður kór

Fossarnir sungu,

og fjöllin bergmála enn:

Heill yður, norrænu hetjur.

Heill yður, íslensku landnámsmenn.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Þú mikli eilífi andi

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
I
Lengd í mín: 
8:23
Ár samið: 
1929
Texti / Ljóð: 

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar. Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


 

 

   I.

Kór með tenór og sópran sóló

 

Þú mikli, eilífi andi,

            sem í öllu og alstaðar býrð,

þinn er mátturinn, þitt er valdið,

            þín er öll heimsins dýrð.

Þú ríktir frá upphafi alda,

            ert allra skapari og skjól,

horfir um heima alla

            hulinn af myrkri og sól.

Frá því hin fyrsta móðir

            fæddi sinn fyrsta son,

varst þú í meðvitund manna

            mannkynsins líf og von.

Alt lifandi lofsyngur þig,

            hvert barn, hvert blóm,

þótt enginn skynji né skilji

            þinn skapandi leyndardóm.

Við altari kristinnar kirkju,

            við blótstall hins heiðna hofs

er elskað, óskað og sungið

            þér einum til lofs,

því dýpst í djúpi sálar

            er hugsunin helguð þér.

Þú gefur veikum vilja

            og vit til að óska sér.

Hver bæn er bergmál af einni

            tilfinningu og trú.

Alt lofsyngur lífið,

            og lífið er þú,

mikli, eilífi andi,

            sem í öll og alstaðar býrð.

Þinn er mátturinn, þitt er ríkið,

            þín er öll heimsins dýrð.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Ljósið er dáið

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
42
Lengd í mín: 
8:44
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 
Upphafsbrot af laginu sem er alls 8:44 mín
Flytjendur: Kantötukór Akureyrar BG stjórnar
Upptaka frá æfingu 1951
 
 
Ljósið er dáið og dimm er nótt,
því dagur að viði´ er genginn;
um gluggann minn loftsvalinn líður hljótt, -
ég leik ekki´ um sinn á strenginn.
- Í einveru truflar mig enginn.
 
(En ætti ég gullstrengi glaður þá
ég gígjuna lengur stilti
og hraðar skyldi´ ég og höfgar slá
ef hærri tónum ég mætti ná
svo hljómurinn húsið fylti.
 
(Þeir strengir  og hljómur sá hæfði þér, 
sem himininn  gæti rofið,
sem þrunginn í hjarta hvert þrengdi sér
með þína minning. - Þá fyndist mér,
að sætt gæti´ég loksins sofið.)
 
Ylji liljurnar eldskær sól,
yfir þér, ljúfan góða!
(Við þitt leiði´ á ég veldisstól,
vel mér í böli þar heldur skjól,
en gullskreyttum höllum hjá höfðingjum þjóða!
- Ég heiti´ á þig, guð minna ljóða,
gígjan mín góða,
guð minna dýrustu ljóða! )
 
(það sem er innan sviga er fellt úr Kantötunni) 
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur