Skip to Content

Kantötur og söngdrápur

Í minninga rökkurmóðu

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
41
Lengd í mín: 
1:45
Ár samið: 
1915-1932
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Í rökkurró hún sefur - Óratóríó

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
40
Lengd í mín: 
3:29
Ár samið: 
1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Kantötukór Akureyrar syngur í tóndæminu, upptaka frá æfingu 1951

einnig til útsett fyrir einsöng og má finna annarsstaðar 


 

 

Í rökkur ró hún sefur

með rós að hjarta stað.

Sjá, haustið andað hefur

í hljóði' á liljublað.

Við bólið blómum þakið

er blækyrr helgiró.

Og lágstillt lóukvakið

er liðið burt úr mó.

Í haustblæ lengi lengi

um lingmótitrar kvein.

Við sólhvörf silfrinstrengi,

þar sorgin bærir ein.*)

 

*) Þetta erindi er ekki úr Strengleikum sjálfum sem Guðmundur Guðmundsson orti og gefinn var út 1903. Ljóðið er tekið úr Ljóðmælum Guðmundar og kom út 1917, bls.283, 1, 3 og 4 v. Ljóðið var fellt inn þar sem það þótti eiga einkar vel við efnivið óratóríunnar.

 

 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Höfundur - annar: 
Þetta ljóð er ekki í hinum upprunalega ljóðabálki

Lágt er það smátt er það

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
39
Lengd í mín: 
5:23
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Kantötukór Akureyrar syngur í tóndæminu. Höf stjórnar á æfingu.Tvöfaldur kór.


 

Lágt er það, smátt er það, kumblið hið kalda,

   kumblið, sem geymir nú þín látnu bein;

aftansöng dalanna dísir þar halda

   daprar við ofurlítinn bautastein.

   Sofðu sætt og rótt,

   sofðu, góða nótt!

þangað til sofna’ ég þú sefur ein!

 

En þótt ég sofni og aldrei ég vakni

   eins og ég veit að liggur fyrir mér,

já, þó að enginn, nei enginn mín sakni,

   ánægður ég sofna rótt að brjósti þér.

   Sú er sælust trú:

   sömu leið og þú,

hjá þér að bera mín bein ég fer.

 

Þangað til strengirnir hátt skulu hljóma,

   hljóma um liðna daga, vinan mín,

þangað til geng ég í grafkumblið tóma,

   gígjan skal harmi þrungin minnast þín.

   Einn ég una skal

   innst í mínum dal, -

skuggarnir lengjast og dagur dvín!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Kvöldsett var nokkuð

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
37
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

Guðmundur Guðmundsson syngur í tóndæminu


Kvöldsett var nokkuð, er kom ég heim, -

   hjá kvíunum ærnar lágu;

frá bænum í logninu lagði’ upp eim

   í loftsala tjöldin bláu. - -

Hestinn minn batt ég við hestastein

   og heilsaði pabba mínum,-

hann brosti’, en ég sá að sorgin skein

svo sárþung og djúp og svo hrein

   í augunum dökkum og ennis línum.

 

Tvo fallega jóa ég söðlaða sá

   þar saman í tröðunum standa. –

Mér varð litið föður minn aftur á, -

   það var eins og hann kæmist í vanda.

- „Er nokkur á ferð hérna, faðir minn?“

- - Fyrst var hann dapur og hljóður:

„ Já svo er það, sonur minn, góður, -

ég sótti í morgun læknirinn.“

-   „Hvað er að?“ – Þá tárgaðist öldungs bráin:

„Hún unnusta þín er – dáin!“

(-   - -  Ég greip í steinvegg að styja mig,

sú stunga var sár. – Hún var dáin.*)

)*texta innan sviga er sleppt í söngdrápunni

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Ljúfu dagar

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
36
Ár samið: 
1915-1932
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Man ég þá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
35
Lengd í mín: 
1:46
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Kantötukór Akureyrar syngur í tóndæminu. Höfundur stjórnar. Tekið upp á æfingu.


   Man ég þá

   mjúku þrá:

   meyna’ að fá

   heima’ að sjá!

Sem ég væri björtum borinn

   blæjum morgunroðans á,

léttur, frjáls sem lóa’ á vorin

   leið ég yfir dal og gil,

   grund og hæðir, hennar til,

(taldi’ ei fáksins fráa sporin.

 

Mér finst enn sem innra brenni

   einhver kvikur logi´í mér,

finst ég einhvers óljóst kenni,

er ég til þess huga renni,

   sem þó löngu liðið er;

dropar hnappast út úr einni,

   unaðsmynd að sjónum ber.

Það er myndin mín – af henni!

 

Ljúfu dagar, liðnu dagar,

   lyfti þrá í ungum barm,

   réttu þreyttum þróttkan arm

þegar máttarskortur bagar!

 

   Besti eigin burði’ og þrótt,

beri ljúfust minning eigi,

yfir kalda klakavegi,

   komdu blessuð, hinsta nótt!

Lifa vil ég eftir eigi

   ástum vakinn, dáinn þrótt!*)

*)texti innan sviga felldur úr söngdrápunni

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Æskustöðva vildi ég vitja

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
34
Ár samið: 
1915-1932
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Sofðu rótt er rósaflos

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
33
Lengd í mín: 
8:18
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Hermann Stefánsson og Kantötukór Akureyrar syngja í hljóðdæminu, tekið upp á æfingu


 

Sofðu rótt,

er rósa flos

á rúðunum frostið vefur, -

og gægist inn

um gluggann þinn

og guðvef breiðir á ársalinn

máninn á meðan þú sefur!

 

Svo hugljúf og vær er hvíldin þín:

   þú hvílir í draumi’ á rósum

með hálfluktum augum elskan mín,

   svo ástsæl hjá draummyndum ljósum.

-   Þú baðar sem barn í rósum.

 

Og gegnum blund

þú heyrir hljóm

frá hörpu minni gjalla,

þá kætist lund

   við létan óm

og lífsgleðin fyllir þig alla;

þér heyrist síð

um sumartíð

   söngur í hlíðum fjalla.

Af rúðunum frostrósir falla. –

Og ljósbúinn sér þú hvar ljúflinga her

      líður um iðgræna hjalla, -

með sumar boð

við sólarroð

í söngvum þeir á þig kalla.

- Að brjósti þér hægt ég mér halla! –

 

(Sofðu rótt,

er rósa flos

á rúðunum frostið vefur!

Sælli nótt,

söngva klið,

sælli frið,

að eilífu aldrei þú hefur!

Með skínandi krans

þig krýni’ ég í dans, -

ó, komum þá skjótt,

það er töfrandi nótt!

Ég er drottinn sá

er þitt draumland á, -

ég drotta þar meðan þú sefur!) *

*) fellt úr óratóríunni

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Við sitjum í rökkri

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
32
Lengd í mín: 
4:29
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

Sigríður Schöth og Hermann Stefánsson syngja í tóndæminu


 

Við sitjum í rökkri, - þú raular lágt;

  á rúðurnar tunglsljósið skýn,

í ljósaskiftunum hljómar hátt

  og húminu gígjan mín.

Um haustkvöldin harmblíð og fögur,

  svo halla’ ég mér brjósti þér að,

og segi þér fallegar sögur,

og syng um þig, góða mín, bögur,

  þér þykir svo vænt um það! - - -

(þú mátt, haust,

herða raust!

  Harpan mín kemst hærra en þín,

hún hljómar endalaust!*)

*) texti innan sviga er felldur niður í söngdrápunni)

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Hvítum tindum falda földum

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
31
Ár samið: 
1915-1932
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur