Skip to Content

Kantötur og söngdrápur

Ég var ungur, - dalanna dísin mín

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
10
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 
Ég var ungur, - dalanna dísin mín,
þú dróst til þín
alla hjarta míns þrá, með bros á brá
ég bjó þér hjá!
Í æskunnar sakleysi´ ég söng þér strengleik.
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Hulda mín

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
9
Lengd í mín: 
3:00
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 
Hulda mín,
Hulda mín,
hættu´ að kveða ljóðin þín!
ekki lengur stiltu strengi, -
stilt er á engi, ljósið dvín,
Nóttin kemur nístingsköld,
nú er ekki holt að vaka:
minninganna flýgur fjöld
fram um dimmblá himintjöld,
tælir hjartað og hugan í kvöld
til að horfa til baka.
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Og nú er ég hugsa um horfna tíð

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
8
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Og nú, er ég hugsa´ um forna tíð,

í hjarta mér sviða´ ég kenni,

- þar æskan bjó saklaus og ástin var blíð

og aldrei um lífið var nokkurt stríð, -

þá byrgi ég augu´ og enni.

En einkum mér finnst, ef á þig er minnst,

sem út í fyrir mér renni! 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Sá bær er nú hruninn

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
7
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

 - Sá bær er hruninn og eyrin öll

af ánni er brotin niður.

Þar átti ég kærastan æskuvöll,

þar átti ég dálitla töfrahöll,

þar drottnaði fullur friður,

nú fylla´ ana urðir og skriður!

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þar lékum við okkur

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
6
Lengd í mín: 
3:18
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

Þar lékum við okkur um laut og hól,

er ljómaði dögg á stráum

og morguninn nótt í faðmi fól,

en fagurlýsandi brosti sól

hjá Heklu-tindinum háum,

frá himninum fagurbláum. 

 

Þar áin mín rennur í bugðum blá

og brosir við nesið ljósa,-

þar sáum við ljúflinga´, er sátum við hjá,

við sáum í hömrunum ljósin smá;

þar vildum við vist okkur kjósa, -

þar vöktum við milli rósa.

 

Ég man við reistum þar merkis-bæ

úr mislitum eyrarsteinum,

er víðirinn skalf í vorsins blæ,

sem vermdi fjöllin og eyddi snæ;

við skreyttum hann grænum greinum,

sem glitruðu´ af daggperlum hreinum.

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Við sáumst fyrst börn

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
5
Lengd í mín: 
3:18
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Við sáumst fyrst börn, þar sem bærinn minn

á brúnunum grænu stendur,

er útsynningarnir klappa´á kinn,

svo kúrulegur og stormbarinn; -

þar brosa við túnin  blómþakin,

þar blikar í fjarska´á háfjöllin,

sem rétta til himins hendur. -

Þar komstu með æskunnar árroða´ á kinn

sem engill af himni sendur!

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Á ég að dvelja?

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
4
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Á ég að dvelja hér aleinn og kyr?

ég andvarann spyr, sem þýtur við dyr,

og kveður grafljóð þín, góða mín,

við gluggann minn opna´og víða.

Á ég að bregða mér örskamma stund

í örstuttum blund á drottins míns fund

og lýsa´eftir þér og leita þín

í lundunum Edens hlíða? 

Ég óttast, að löng yrði leitin sú, -

mig líklega vantaði þolgæði´og trú,

og úr því hún varð ekki vakin nú

þá verður þess langt að bíða!

- Á „fjöldans veg“ ekki flækist þú,

fallega ljósið mitt blíða!

Nei, héðan skal hugurinn líða

til horfinna, sælli tíða! 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Gígjan mín góða

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
3
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Gígjan mín góða,

guð minna ljóða, 

fingrunum titrandi´ á streng þinn ég styð, - 

stormarnir kveinandi hljóða.

Hvar á ég griðastað? hvar á ég frið?

- Hvergi´, ef hann finnst ekki ómdjúp þitt við? -

stytt mér við strengjanna klið

stundirnar örlitla bið,

gígjan mín góða,

guð minna dýrustu ljóða! 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Fallin er frá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
2
Lengd í mín: 
3:18
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Fallin er frá

fegursta rósin í dalnum! -

Djúpt er þitt dá,

drúpa nú hjá

brostinni brá

blaktandi ljósin í salnum. 

Mjúk er sem nálín þitt, mjallhrein mín þrá, -

mun ég þig framar að eilífu sjá,

fegursta rósin í dalnum?

(Rjúfi nú strengleikar himinsins há

hvolfþökin blá:

fallin er frá

fegursta rósin í dalnum! *)

)* texti innan sviga felldur niður í söngdrápunni

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Forspil

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
1
Ár samið: 
1915-1932
Hvar í riti: 
Strengleikar
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur