Skip to Content

Kantötur og söngdrápur

Þú einn ert vor guð

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
7
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Þú einn ert vor guð og vér áköllum þig

Og oss þú bjargar.

Á lífsins harma stundum

í læging vorri og þrautum

vér lyftum vorum augum

í hljóðri bæn til þín. 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti - BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

Sjá öræfin

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
6
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Sópran:

Sjá! Öræfin og hið gróðursnauða land verður grænt.

Það mun fæða blómstur fríð og fagna sælli tíð.

Sjálfur guð hjá mönnum hefur heimkynni reist,

og hjá þeim vill hann dvelja, 

og þeir hans þegnar verða.

 

Sópran og tenór:

Guð mun hugga þann, hvers harmur er sár,

og hryggð hins grátna í fögnuð snúa.

 

Karlakór:

Þar mun ei ríkja hel, eður þrautatár þjaka.

Þá mun liðin hjá öll reynslutíð.

 

Kór:

Guð mun hugga þann hvers harmmur er sár,

og hrygð hins grátna í fögnuði snúa.

Þar mun ei ríkja hel, eður þrautatár þjaka.

Þá mun liðin hjá öll reynslutíð. 

 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti -BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

Upp upp og fram

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
5
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Kór:

Upp upp og fram! Fylkjum und sannleikans sigurmerki

í sátt og í eining von og trú.

Þeim mun veitast er vonar heitt, og vísar markinu hátt.

Setjum vort traust á himnanna herra,

því að hann vor guð er eilíft bjargarráð.

Upp upp og fram! Fylkjum und sannleikans sigurmerki

í sátt og í eining, í von og trú.

 

 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti- -BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

Svo skyldi maður

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
4
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Svo skyldi maður af mildi ör,

eins og móðir, sem barni sínu hjúkrar.

Sem vatnið, er vökvar skrælþurrt engi,

skal hann verja lífi sínu í þarfir náungans.

Sem ljósið er vermir allt og vekur,

skal hann varpa kærleiks geislum á æfibraut hans.

Sá sem heilskygn er, hann sjái hvað hann sér,

sá sem heyrn er léð, hann heyri hvað hann heyrir.

Þá mun opnast æðra svið, og innreið halda,

friður að á jörðu.

Já, þá mun loksins himins opnast hlið.

Þá mun halda innreið friður á jörðu.

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti -BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

Svo segir Guð:

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
3
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Svo segir Guð:

„Varðveitið réttinn. Iðkið dyggðir.

Því sjá mitt hjálpræði fer í hönd.

Og mín náð skal opinberast.“

 

kór

Ó dýrð sé þér, þín ást skín yfir oss,

og í þér lifum og hrærumst vér. 

En afbrot okkar eru mörg í augum þínum,

og í gegn oss vitna stórar syndir.

Ó, vér mænum á miskunsemi þína,

ó, minnstu vor drottinn, í kærleika þínum.

Ó heyr þá bæn. Því þú, ó, guð, þú ert vor faðir.

Vér erum líf af lífi þínu, og vér þráum að tilheyra þér

Því þú, ó, guð ert vor faðir. 

 

 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti

Leitið til hans

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
2
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Einsöngur

Leitið til hans, sem harmana skilur.

Huggun það veitir og sálar frið.

Sá hinn breyski brot sín kannist við,

og biðji einlægur guð um frið,

og flýi að hans föður hjarta.

Og hann mun þar hugsvölun finna.

Því leitið hans, sem harmana þekkir og skilur.

Og hann mun bjarga. 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti- BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

Ó, faðir

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
1
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Kór

Ó, faðir, sem ert á himnum,

sé heilagt æ þitt nafn.

Til komi ríki þitt.

Þinn vilji og vald á jörð,

verði sem á himnum.

Ó, vér væntum þín, drottinn

þú einn ert vort athvarf og skjól.

Það athvarf sem þráir æ vor sál. 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti -BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

Unun og hlýja var inni

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
14
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Sóló (Mezzo-sópranó)

Unun og hlýja var inni,

úti gekk stormur og hregg,

haustsvalt með oddi og egg.

Næðandi viðu og negg.

Hlóð fyrir hlið og dyr

hríðefldur norðan byr. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Glatt var á hjalla

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
13
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Glatt var á hjalli, gaman og yndi

kotrosknum karli, konur á palli,

sem festaröls fagnaður myndi.

Gullbauguar, glitseymdur lindi

glóðu sem norðljós í vindi.

Heiðhvítu falds yfir fjalli

brosfagur blámi og mjalli. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Millispil - Veislan

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
12
Ár samið: 
1927 - 1933
Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur