Vögguljóð
Ár samið:
1935
Texti / Ljóð:
Húmar í dölum,
hljóðnar blær.
Blámóðu kvöldið
á byggðir slær.
Nú er að koma
nóttin vær.
Blíðvært er lognið,
blærinn dó.
Kliðurinn þagnar;
kyrrð og ró
veitir þreyttum
værð og fró.
Fögur og draumblíð
friðarvöld
vængi breiða
á vöggutjöld.
Blunda þú, ljúfa
barn í kvöld.
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta:
Gunnar S. Hafdal