Skip to Content

Úr andvökusálmi

Ár samið: 
1957
Texti / Ljóð: 

 

Komdu dagsljósið dýra,

dimmuna hrektu brott.

Komdu heimsaugað hýra,

helgan þess sýndu vott,

að ætíð gjörir gott,

skilninginn minn að skýra,

skepnunni þinni stýra.

Ég þoli ei þetta dott.

 

Guðað er nú á glugga.

Góðvinur kominn er

vökumanns hug að hugga.

Hristi ég nótt af mér,

uni því eftir fer

Aldrei þarf það að ugga:

aumlegan grímu skugga

ljósið í burtu ber.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Jónas Hallgrímsson


Drupal vefsíða: Emstrur