Skip to Content

Blandaður kór

Þú einn ert vor guð

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
7
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Þú einn ert vor guð og vér áköllum þig

Og oss þú bjargar.

Á lífsins harma stundum

í læging vorri og þrautum

vér lyftum vorum augum

í hljóðri bæn til þín. 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti - BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

Upp upp og fram

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
5
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Kór:

Upp upp og fram! Fylkjum und sannleikans sigurmerki

í sátt og í eining von og trú.

Þeim mun veitast er vonar heitt, og vísar markinu hátt.

Setjum vort traust á himnanna herra,

því að hann vor guð er eilíft bjargarráð.

Upp upp og fram! Fylkjum und sannleikans sigurmerki

í sátt og í eining, í von og trú.

 

 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti- -BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

Ó, faðir

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
1
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Kór

Ó, faðir, sem ert á himnum,

sé heilagt æ þitt nafn.

Til komi ríki þitt.

Þinn vilji og vald á jörð,

verði sem á himnum.

Ó, vér væntum þín, drottinn

þú einn ert vort athvarf og skjól.

Það athvarf sem þráir æ vor sál. 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti -BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

Glatt var á hjalla

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
13
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Glatt var á hjalli, gaman og yndi

kotrosknum karli, konur á palli,

sem festaröls fagnaður myndi.

Gullbauguar, glitseymdur lindi

glóðu sem norðljós í vindi.

Heiðhvítu falds yfir fjalli

brosfagur blámi og mjalli. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

En böl ei bítur á oss

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
11
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

En böl ei bítur á oss

ef bíðurðu (vinur) hjá oss,

þú lesa kannt úr feiknstöfum

fegurstu trú.

(Þó  sæki óhöpp að oss,

ei ofbýður það oss

vér umsjá þinni hlýtum.

Þú gegnir oss nú.) 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Gröm og gömul goð

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
9
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Tvöfaldur kór.

Gröm og gömul goð vor óblætin

norpa í heimalands hofum.

(Öll í ellibelg er æskan skriðin,

verður þó aldrei útbyggt.) 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Og þar verður Þiðrandi

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
6
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Og þar verður Þiðrandi kominn

með þrekvirkin.

(Hann hermir hreystisögur,

og hans er sigurinn.) 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Við missa þig ei megum

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
4
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Við missa þig ei megum,

því mætastan þig eigum

og spakasta spámanninn.

(Það svipar söknuð á oss

að sjá þig ekki hjá oss

og ginnir burt gleðskapinn). 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Nú haustar á heiðum

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
2
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Nú haustar á heiðum, og hádegin rökkva.

Og mörg lauf á meiðum í moldina sökkva.

Senn kólnar í kofa, og kaffennir glugga.

Og svanavötn sofa, í svellbláma skugga. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur