Skip to Content

Blandaður kór

Fáninn / Til fánans

Ár samið: 
1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Kór Menntaskólans að Laugarvatni syngur í tóndæminu

Hilmar Örn Agnarsson stjórnar

Skólasöngur ML


 

Rís þú unga Íslands merki,

upp með þúsund radda brag.

Tengdu í oss að einu verki

anda, kraft og hjartalag.

Rís þú, Íslands stóri, sterki

stofn, með nýjan frægðardag.

 

Skín þú, fáni, eynni yfir

eins og mjöll í fjallahlíð.

Fangamarkið fast þú skrifir

fólks í hjartað ár og síð.

Munist, hvar sem landinn lifir,

litir þínir alla tíð.

 

Hvar í riti: 
Sérprent
Höfundur texta: 
Einar Benediktsson

Örlagarimman kóralfantasía - Úr Grettisljóðum

Heiti verks: 
Örlagarimman
Ár samið: 
1928/1952
Texti / Ljóð: 

Fantasía fyrir blandaðan kór við píanóundirleik við

Draugsglímuna úr Grettisljóðum Matthíasar. Var á prjónunum lengst allra

minna verka, fyrst hugleidd 1927 og geri ég þá uppkast að biðskákinni. Svo

líklega kringum 1940 tók ég til þar sem frá var horfið og gerði uppkast að

nálega hálfu verkinu en varð því síðan afhuga þar til í mars 1952 að ég gerði

alvöru úr að hreinskrifa uppkastið og ljúka verkinu og var því loks lokið 14.

apríl 1952.


 

Hann hlustar, hann bíður, hann bærist ei,

heldur í feldinn, horfir í eldinn

og hrærist ei.

Það birtir, það syrtir,

því máninn veður og marvaðann treður

um skýja sæinn.

Hver ber utan bæinn?

 

Nú hljóðnar allt, – nú heyrist það aftur.

Það hriktir hver raftur.

Hann ríður húsum og hælum lemur,

það brestur,

það gnestur,

nú dimmir við dyrin,

það hlunkar, það dunkar,

það dynur, það stynur.

Draugurinn kemur!

 

Hann Grettir hitnar,

af hrolli svitnar,

því glámur af þvertrénu gáir,

hausinn inn teygir

og hátt upp við rjáfrið sig reigir.

Hann hækkar,

hann lækkar,

en glóandi gína við skjáir.

Hann hrekkur,

hann stekkur,

hann hnígur og hverfur, – nú hljótt er sem fyrr.

 

Hann Grettir bíður og bærist ei,

heldur í feldinn,

horfir í eldinn

og hrærist ei.

Nú kemur orgið sem áður.

Og skálinn riðar, en skellast dyr.

Vomurinn kominn, hann fálmar um fletið,

þrífur í feldinn, en fast er haldið.

Hvað veldur?

Hver heldur?

Hann fálmar aftur og feldinn slítur.

Þá brestur skörin og brotnar setið,

og Grettir réttur á gólfið hrýtur.

 

Svo takast þeir á,

hreystin og fordæðan forn og grá,

ofurhuginn og heiftin flá,

æskan með hamstola hetjumóð

vð heiðninnar draugablóð,

landstrúin nýfædda, blóðug og blind,

og bölheima forynjumynd,

harkan og heimskan,

þrjóskan og þjóðin,

krafturinn og kynngin,

Kristur og Óðinn.

Þeir sækjast, þeir hamast með heljartökum,

svo húsin þau leika á þræði.

Það ýlir í veggjum, það orgar í þökum,

það ískrar af heiftar bræði.

 

Svo hefur Grettir sagt þar frá,

að sóknin hin ferlega gengi,

að aldregi slíka ógn sem þá

um ævina reyna fengi.

Draugurinn skall úr dyrunum út,

dauðvona Grettir við heljarsút

horfði í hans helsjónir lengi.

Feiknstöfum máninn fölur sló

framan í dólginn grimma,

í jörðinni stundi, hrikti og hló,

hörð var sú örlaga rimma,

buldi við draugsröddin dimma.

 

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Þitt nafn er Jesú, unun öll

Ár samið: 
1909

Kvöldklukkan

Ár samið: 
1913, radds.1939
Texti / Ljóð: 

 

 

Nú kallar kvöldsins bjalla

til hvíldar alla drótt.

Og skuggleit fer að falla

á fold hin blíða nótt.

Hún mýkir, huggar, hvílir,

með helgum vængjum skýlir,

blund á brár oss rótt,

ó, blíða, blíða nótt. 

 
Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Þei, þei og ró, ró

Ár samið: 
1925
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

       Leikarar úr Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur syngja í hljóðdæminu

Pétur Grétarsson útsetti fyrir leikverkið sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu.


Þei, þei og ró, ró.

Brátt mun birtan dofna,

barnið á að sofna.

Þei, þei og ró, ró.

Barnið á að blunda í ró.

 

Þei, þei og ró, ró.

Blessað litla lífið,

laust við jarðarkífið.

Þei, þei og ró, ró.

Blunda elsku barnið í ró.

 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Gestur

Sjá, í fjarsýni

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
IV. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
47
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Boðið klerkar friðinn

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
IV. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
45
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Sólbjört skín vonin

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
IV. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
42
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Frið, frið, frið

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
IV. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
40
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Sofið, sofið

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
III. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
39
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur