Skip to Content

Blandaður kór

Man ég þá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Þriðji Þáttur
Númer í Kantötu: 
35
Lengd í mín: 
1:46
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Kantötukór Akureyrar syngur í tóndæminu. Höfundur stjórnar. Tekið upp á æfingu.


   Man ég þá

   mjúku þrá:

   meyna’ að fá

   heima’ að sjá!

Sem ég væri björtum borinn

   blæjum morgunroðans á,

léttur, frjáls sem lóa’ á vorin

   leið ég yfir dal og gil,

   grund og hæðir, hennar til,

(taldi’ ei fáksins fráa sporin.

 

Mér finst enn sem innra brenni

   einhver kvikur logi´í mér,

finst ég einhvers óljóst kenni,

er ég til þess huga renni,

   sem þó löngu liðið er;

dropar hnappast út úr einni,

   unaðsmynd að sjónum ber.

Það er myndin mín – af henni!

 

Ljúfu dagar, liðnu dagar,

   lyfti þrá í ungum barm,

   réttu þreyttum þróttkan arm

þegar máttarskortur bagar!

 

   Besti eigin burði’ og þrótt,

beri ljúfust minning eigi,

yfir kalda klakavegi,

   komdu blessuð, hinsta nótt!

Lifa vil ég eftir eigi

   ástum vakinn, dáinn þrótt!*)

*)texti innan sviga felldur úr söngdrápunni

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Engin ský yfir rós

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
27
Lengd í mín: 
5:33
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

            Engin ský

                        yfir rós!

            Upp ég sný,

                        þar er ljós;

augu þín, mín æskurós,

eru ljós!

 

Hvort þú verður lífs eða liðin,

            er loka ég síðast brá,

með blikið og birtuna’ og friðinn

þau blessuð ljós skal ég sjá,

þau skal ég, þau skal ég sjá!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Nú finnst mér við flogin á braut

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
25
Lengd í mín: 
3:29
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Nú finnst mér við flogin á braut,

    á vegin til himinsins blessuðu barnanna,

     brosandi, ljóskviku, fallegu strjarnanna,

liðin í ljósvakans skaut!

 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Komum tínum berin blá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
22
Lengd í mín: 
4:35
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Komum, tínum berin blá!

bjart er norðurfjöllum á,

svanir fljúga sunnan yfir heiði.

            Hér er laut og hér er skjól,

            hér er fagurt, - móti sól

gleðidrukkinn feginsfaðm ég breiði.

            Sko, hvar litla lóan þaut

            langt í geiminn frjáls á braut, -

þröstur kveður þarna’ á grænum meiði!

            Ertu’ að syngja um ástvin þinn,

            elsku-litli fuglinn minn,

eru nýir söngvar enn á seiði?

            Þú ert ungunr eins og ég,

            elskar, þráir líkt og ég. –

            förum seinast sama veg,

            syngjum, deyjum, þú  og ég, -

litli vin á lágum grænum meiði

langt uppi’ á heiði!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Nú fellir himininn frosin tár

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
17
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Nú fellir himininn frosin tár

   á fölnuð og haustbleik engi,

því hún, sem gekk þar með bjartar brár,

    var burtu þaðan svo lengi.

Þótt endurgrói hver engjarós

    og álftakvak hljómi’ á vorin,

hún kemur þar aldrei, mitt lífsins, ljós,

     sem liðin að gröf var borin!

 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands

Bára, þegi þú

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
12
Lengd í mín: 
3:55
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 
Bára, þegi þú!
Þagna, reginhaf!
Ljómar eigi af
ungum degi nú.
Húmið hljóða mér
hvíldir bjóði eitt, -
líði´ ei ljóðið neitt,
lofn mín góð, frá þér! 
Dimmt er nú í dalnum mínum ljósa,
dauft er þar.
- alstaðar
þyrnar stinga´ á kvistum rauðra rósa. 
- Undur- milt,
ofur- stilt
álfabörnin leika´ á gullinstrengi;
einhver fró
er mér þó,
ef í blund sá tónn mig sungið fengi. 
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Nú skal söngvum hætt

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
11
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 
Nú skal söngvum hætt og mín sál er þreytt, -
ég sé ei neitt
nema hjarta míns þrá, sem hvarf mér frá
og hneig í dá.
Þú mistir mig: hún á mitt hjarta´ og ljóðin! 
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Ég var ungur, - dalanna dísin mín

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
10
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 
Ég var ungur, - dalanna dísin mín,
þú dróst til þín
alla hjarta míns þrá, með bros á brá
ég bjó þér hjá!
Í æskunnar sakleysi´ ég söng þér strengleik.
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Hulda mín

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
9
Lengd í mín: 
3:00
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 
Hulda mín,
Hulda mín,
hættu´ að kveða ljóðin þín!
ekki lengur stiltu strengi, -
stilt er á engi, ljósið dvín,
Nóttin kemur nístingsköld,
nú er ekki holt að vaka:
minninganna flýgur fjöld
fram um dimmblá himintjöld,
tælir hjartað og hugan í kvöld
til að horfa til baka.
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Gígjan mín góða

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
3
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Gígjan mín góða,

guð minna ljóða, 

fingrunum titrandi´ á streng þinn ég styð, - 

stormarnir kveinandi hljóða.

Hvar á ég griðastað? hvar á ég frið?

- Hvergi´, ef hann finnst ekki ómdjúp þitt við? -

stytt mér við strengjanna klið

stundirnar örlitla bið,

gígjan mín góða,

guð minna dýrustu ljóða! 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur