Skip to Content

Blandaður kór

Vorljóð

Lengd í mín: 
2:50
Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Nú brosir elfan í breiðum dal,

af blástraumum ísinn springur.

Og fossinn ljóðar í fjallasal

um frelsið og vorið syngur.

Og lóan kemur á heiðar heim,

með hljóminn blíða um loftsis geim,

og dýrðin, dýrðin syngur.

 

Nú ómar gleðinnar unaðsmál

sem yngir og léttir sporið.

Og æskan leikur með sól í sál

og syngur um fagra vorið.

Þá brosir gyðja með blóm í hönd 

og báran hjalar við lága strönd.

Ó, blessað blíða vorið. 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson

Móðurfaðmurinn felur þig

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
V
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

ÓSÝNILEGUR KÓR:

Móðurarmurinn felur þig.

Föðurarmurinn styður þig.

Bróðir þinn, Kristur, blessar þig

og annast þig. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Kóral (frá kirkjunni)

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
V
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 
KÓR:
Sjá himins opnast hlið,
heilagt englalið.
Fylking sú hin fríða
úr fagnaðarins sal,
fer með boðun blíða
og blessun lýsa skal.
Yfir eymdadal. 
 
Í heimi er dimmt og hljótt.
Hjarðmenn sjá um nótt
ljós í lofti glæðast
það ljós Guðs dýrðar er.
Hjörtu þeirra hræðast,
en herrans engill tér:
Óttist ekki þér. 
Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björn Halldórsson

Flátt leikur veröldin

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
IV
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

ÓSÝNILEGUR KÓR:

Flátt leikur veröldin.
Fyrir utan nes fer ei neinn á mis.
við alls konar táldrægni, torfærur og slys
sem tíðkast þar í Skrúðnum, - Skrúðnum. 
 
 
Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Faðir vor

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
III
Ár samið: 
1918
Texti / Ljóð: 
Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn. Til komi þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.
Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Biblíutexti

Heyr þú himneska hjálpin dýrðlega

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
III
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

SÖNGFLOKKURINN:

Heyr þú himneska, - hjálpin dýrlega,
lýs þú ljósvana hjarta.
Vektu því vilja, - veit því að skilja
ljósmagn lífheimsins bjarta. 
Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Sælir eru þeir

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
III
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 
SÖNGFLOKKURINN:
Sælir eru þeir, sem heyra guðs orð, og varðveita það. Amen
Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Biblíutexti

Vér Páskahátíð höldum

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
III
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

SÖNGFLOKKURINN:

Vér páskahátíð höldum,

og honum þakkir gjöldum,

er sætti guð við sekan mann,

og sjálfan dauðann yfirvann.

Hallelúja.

 

Hann reis úr dauðans dróma,

í dýrðar morgun ljóma.

Því honum syngi öll himna þjóð

af hjarta dýrleg sigur ljóð.

Hallelúja. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Valdimar Briem

Þótt sortni heilla himinn þinn

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
II
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

ÓSÝNILEGRU KÓR:

Þótt sortni heilla himinn þinn

og hyljist lífs þíns sól.

Og harmi lostinn hugurinn

þótt hvergi líti skjól.

Því verður senn úr vegi rutt

er veldur sorg og pín,

því skýin aðeins endast stutt

um eilífð sólin skín. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Fögur er veröldin

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
I
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

ÓSÝNILEGUR KÓR:

Fögur er veröldin.

fyrir utan nes fer ei neinn á mis

við alls konar gleðskap og undarlegan ys,

sem ómar þar í Skrúðnum, - Skrúðnum. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur