Skip to Content

Sönglög fyrir sólóraddir

Kvöld í skógi

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

Alein kom ég í kyrran skóg, um sumarkvöld

þráin laðaði, þögnindró, um sumarkvöld.

En áin niðaði svefnljóð sín,

er sveipað allt var í daggarlín, um sumarkvöld.

 

Og máninn skein yfir skógarbrún, þá sumarnótt.

Á vatni glitaraði geislarún, um sumarnótt.

Og stjörnur blikuðu blítt og rótt

á bláum feldi um þögla nótt, um sumarnótt.

 

Hver bjarkar krúna var blaðafull.

Í laufi glitraði lýsigull, mánagull.

En álfabörnum var dillað dátt,

þau drógu gull sín fram þá nátt, sín skógargull. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Margrét Jónsdóttir

Móðir við barn

Lengd í mín: 
3:15
Ár samið: 
1920
Texti / Ljóð: 

 

Sofðu rótt,

sígur að húmið væra.

Allt er hljótt,

elsku barnið kæra

Þú ert allt sem á ég,

eina lífið mitt.

Aðeins af að sjá þig

opnast ríki nýtt.

Ástin mín,

sofðu sætt og lengi.

Leiki sín

lög á hörpustrengi

lukkan þín. 

 

Þú, sem ei þekkir mæðu neina. 

Susu nei,

sú má ekkert reyna,

ekkert angur þekki

unga sálin þín.

Sofðu svo þú ekki

sjáir tárin mín.

Vegna þín

viljug allt ég þyldi.

Gæskan mín,

Guð í sinni mildi

gæti þín. 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Ave Maria

Lengd í mín: 
3:45
Ár samið: 
1936
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Sigrún Hjálmtýsdóttir -Diddú syngur í hljóðdæminu

Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó


 

Ave Maria. Gratia plena.

Dominus tecum Benedicta tu.

In muli eri bus. Et benedictus.

Fructus ventris tui, Jesus.

Ave Maria. Gratia plena.

Sancta Maria. Matern æterni.

Ora pro nobis. 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Latnesk bæn

Svífðu nú sæta

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Svífðuð nú sæta, söngsins engla mál.

Angrið að bæta, yfir mína sál.

Tónaregn þitt táramjúkt

Titri niður á hjartað sjúkt.

Eins og daladaggir svala

þystri rós í þurk. 

 

Indæl sem kliður ástafugls við lind.

Rammefld sem niður reginhafs í vind.

Óma, sönglist unaðsríki. Önd mín hrifin, svani lík.

Blítt í draumi berst með straumi.

Út á hljóms þíns haf. 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Sólkveðja

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Dagur er liðinn, dögg skín um völlin,

dottar nú þröstur á laufgrænum kvist,

sefur hver vindblær, sól Guðs við fjöllin,

senn hefur allt að skilnaði kysst.

 

Dvel hjá oss Guðs sól, hverf ei með hraða,

himneskt er kvöld í þinni dýrð.

Ljósgeislum tendrast lífvonin glaða,

lýs vorri sál er burt þú flýrð.

 

Gullfagri ljómi, geislann þinn bjarta

gráta mun jörðin með társtrinda brá,

seg hverju blómi, seg hverju hjarta:

„senn skín þinn morgun við himin tjöld blá.“

 

Hníg þú nú, Guðs sól að helgum beði,

harmdögg mun breytast í fegins tár.

Kvöldhryggðin ásthrein til árdags gleði

upp rís við dýrðar morgunsár. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Vertu sæl

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

Vertu sæl, vor litla hvíta lilja,

lögð í jörð að himnaföður vilja,

leyst frá lífi nauða; ljúf og björt í dauða

lést þú eftir litla rúmið auða.

 

Enginn þýðir, hel, þitt helgiletur.

„Hvar er vorið?“ spyrja börn um vetur.

Dagur njólu dylur,

daginn nóttin hylur,

lífið oss frá eilífðinni skilur. 

 

Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,

lof sé Guði, búin ertu að stríða.

Upp til sælu sala,

saklaust barn án dvala,

lærðu ung við engla Guðs að tala. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Um nótt

Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

Horfinn er dagur, himinn er fagur, 

hýrnar við náttfaðminn kvöldstjarnan smá,

ljós öldur glitra, litgeislar titra,

ljós englar vaka mér hjá.

 

Blikar mjallvefur, blómgyðjan sefur,

bundinn er fossinn og loftið er hljótt.

Ofar en fjöllin eilífðar höllin 

opnast á tindrandi nótt. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Lárus Thórarensen

Svífur að haustið

Lengd í mín: 
2:25
Ár samið: 
1918
Texti / Ljóð: 

Svífur að haustið og svalviðrið gnýr,

svanurinn þagnar og heiðlóan flýr.

Blóm eru fölnuð í brekkunum öll,

bylgjurnar ýfast og rjúka sem mjöll.

Fleygir burt gullhörpu fossbúinn grár,

fellir nú skóggyðjan iðjagrænt hár. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Forsjónin

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Hvað er það ljós, sem lýsir fyrir mér.

Þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér?

Hvað er það ljós, sem ljósið gerir bjart,

og lífgar rúmið svart?

 

Hvað málar „ást“ á æsku brosin smá?

Og „eilíft líf“ á feiga skör ugns brá?

Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von,

sem vefur faðmi sérhvern tímans son? 

 

Hver er sú rödd sem býr í brjósti mér,

Og bergmálar frá öllum lífsins her.

Sú föður rödd, er metur öll vor mál,

Sú móður rödd, sem vermir líf og sál.

 

Sú rödd, sem ein er eilíflega stillt,

þó allar heimsins raddir syngi villt.

Sú rödd sem breytir daufri nótt í dag.

Og dauðans ópi snýr í vonar lag?

 

Guð er sú rödd.

Guð er það ljós. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Kvöldbæn

Lengd í mín: 
3:29
Ár samið: 
1922
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Eggert Stefánsson syngur í tóndæminu


 

Nú legg ég augun aftur.

Ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín veri vörn í nótt.

Æ. virst mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka 

þinn engil, svo ég sofi rótt.

 

Drottinn, nú er dimmt í heimi,

Drottinn, vertu því hjá mér.

Mig þín föðurforsjón geymi.

Faðir, einum treysti´ég þér. 

 

Nú legg ég augun aftur.

Ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín veri vörn í nótt.

Æ. virst mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka 

þinn engil, svo ég sofi rótt

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Sveinbjörn Egilsson, Páll Jónsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur