Skip to Content

Sönglög fyrir sólóraddir

Söngur Þuríðar (úr sjónleiknum Fróðá)

Lengd í mín: 
5:27
Ár samið: 
1938
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur í tóndæminu

Guðmundur Jónsson leikur á píanóið

 

Í fjörusandi bláum ég fornar slóðir rek,

ég fleyti gömlum skeljum og tíni brotin sprek,

á grónum leiðum sit ég ein í sorgum.

Og þó er leit mín bannfærð og sérhver minning sek,

er sveimar yfir þessum hrundu borgum.

 

Ég man, að kveldsins eldur á háum heiðum brann,

en húmsins myrka elfur gegnum skógarkjarrið rann,

er svanur hvarf til fjalls af fjörusandi

ég tíndi hvítu fjaðrirnar, sem féllu þegar hann

til flugs sig hóf og bjarta vængi þandi.

 

Ég vet að heima´ er beðið og vinir fagna mér,

og vorið nýja kallar senn og býður fylgd með sér

og lætur um sig leika hlýja strauma.

En þessar hvítu fjaðrir við brjóst mitt enn ég ber

sem bjarta minning fyrstu ástardrauma.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jóhann Frímann

Söngur Björns (úr sjónleiknum Fróðá)

Ár samið: 
1937
Texti / Ljóð: 

 

Ég veit að enn er langt í land

og liðið gerist þreytt,

og kannski fram að Fróðársand

loks flýtur sprekið eitt.

 

Það sakar ekki heldur hót,

því hugur minn á stefnumót,

mun svífa djarft um sollin höf,

þótt sigi skip í vota gröf.

 

Ég kannast við hinn góða gest,

er gisting hjá þér hlaut:

Af öllum þó á beði best,

ég blíðu þína naut.

 

Þótt aðrir bændur ættu þig

og einn ég færi´ um refilsstig,

ég skeytti´ ei hót um boð né bann,

því best þú kysstir sekan mann.

 

Ég elska þig, ég elska þig,

því yfir mér og kringum mig

er sífellt æskusvipur þinn

á sveimi hljótt um bústað minn.

 

Þér vindar, treystið stöng og stög,

þér stormar, herðið skrið.

Því faðmlög eru einu lög,

sem ástin kannast við.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jóhann Frímann

Hann Tosti (sóló)

Lengd í mín: 
0:58
Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu, Anna Guðný spilar

 

Við stafinn Tosti talar sinn, hann Tosti.

„Er traustur ísinn, stafur minn?“ kvað Tosti.

Í nístandi frosti.

Og stafurinn  talar Tosta við:

„Þú Tosti. Hvort traust er svellið vittu til, þú Tosti.“

Í gnístandi frosti.

Hann Tosti út á ísinn gekk, hann Tosti.

Og illa skvompu þegar fékk, hann Tosti.

Í gnístandi frosti.

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein (Þýtt)

Hvar mun skjól?

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Til Gamla fólksins

 

Hvar mun skjól og frið fá

fölnað sinu hvítt strá?

Stormar dynja ört á,

einatt niður það slá.

Horfi´ ég út í hrímskjá,

hríðarblikan er grá.

Senn mín lokast bleik brá,

brosir gröfin við tá.

 

Óðum styttist lífs leið

löng þó sé og ógreið.

Minnar ævi allt skeið

ýmsri hefir sætt neyð.

Senn fæst lausnin sár þreyð,

sálin lengi þess beið.

Yfir mín, herra, brot breið

borgun fyrir þinn deyð.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Bólu-Hjálmar

Sá ég blikubólstra svarta

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

 

Sæla ung, er söng mér vakti

svifin er að fullu braut.

Þráður er minn andi rakti

áfram, brast í sorg og þraut.

 

Sé ég blikubólstra svarta

byrgja þreyðan söngvageim.

Getur vor með vængi bjarta

vakað enn að baki þeim?

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Hulda

Kvöld

Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

 


Nú blika við sólarlag sædjúpin köld; 
ó, svona’ ætti’ að vera hvert einasta kvöld, 
með hreinan og ljúfan og heilnæman blæ, 
og himininn bláan og speglandi sæ. 

Ó, ástblíða stund, þú ert unaðssæl mér, 
því allt er svo ljómandi fagurt hjá þér, 
(og hafið hið kalda svo hlýlegt og frítt, 
og hrjóstruga landið mitt vinlegt og blítt.
 )*

Og fjallhnúka raðirnar rísa í kring, 
sem risar á verði við sjóndeildarhring; 
og kvöldroðinn brosfagur boðar þar drótt
hinn blíðasta dag eftir ljúfustu nótt.
 

*(texti innan sviga er felldur út í lagi Björgvins)

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson

Löng er nóttin

Ár samið: 
1926
Texti / Ljóð: 

 

Löng er nóttin sekri sál,

sumir mega hvergi vera.

Þyngst af öllu er að bera

einn sín þöglu leyndarmál.

 

Alltaf þegar sól er sest,

sorgir mínar allar vakna.

Það er mitt að þrá og sakna

þeirra sem ég unni mest.

 

Kom þú svefn, og gef mér grið.

Gef þú mér af auðlegð þinni

eina stund af æsku minni,

andartak sem veitir frið.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Nótt

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

 

Nú máttu hægt um heiminn líða,

svo hverju brjósti verði rótt,

og svæfa allt við barminn blíða,

þú bjarta heiða júlínótt.

 

Og gáttu vær að vestursölum,

þinn vinarljúfa friðarstig,

og saklaus ást í Íslands dölum

um alla daga blessi þig.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson

Lágnætti

Lengd í mín: 
2:20
Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

 

Svefn á hvarma sígur,

sól til viðar hnígur,

fugl að hreiðri flýgur,

á fold húmið stígur.

 

Uppi álftir kvaka,

undir bergmál taka.

Engu álög þjáka.

Nú einn skal ég vaka.

 

Man ég skort og munað,

man ég sorg og unað,

man ég atlot meyja,

man ég vonir deyja.

 

Vorið vekur heima,

vítt skal hugur sveima,

vetrarviðjum gleyma

og vakandi dreyma.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
F. Jónsson

Móðursorg

Heiti verks: 
Móðursorg
Þátttur númer: 
I, II og III
Ár samið: 
1929
Texti / Ljóð: 

 

I. SEM ÓSUNGIÐ HARM-LJÓÐ

 

Sem ósungið harmljóð í hjartað inn sig húmið grefur,

er engilinn sinn, þann hjartfólgna einasta vin,

hún örmum vefur

við náttlampans skin.

Og kvíðinn og treginn kvelur önd,

er kyssir hún sofandi barnsins hönd.

 

II. HVERT ANDVARP HENNAR

 

Hvort andvarp hennar sem ljóð og lag.

Á lágstriltri hörpu ég kenni.

Sem þögnin og höfugt hjartaslag,

í hljómbylgju saman renni.

Og sál hennar verði söngbæn hljóð

er sveitin drýpur af enni.

 

III. LÁTTU EKKI GUÐ MINN LJÓSIÐ MITT

 

Láttu´ ekki guð minn ljósið mitt

ljósið mitt deyja frá mér.

Einasta hjartans yndið mitt.

Augasteinninn og lífið mitt.

Lof mér að hafa það hjá mér.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur