Skip to Content

Sönglög fyrir sólóraddir

Kæra vor

Lengd í mín: 
1:38
Ár samið: 
1933
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Tóndæmi flytja Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari

 

Kæra vor, þú blessar enn í bæinn.

Börnin taka kát í þína hönd.

Þú tókst með þér sunnan yfir sæinn

sólskinskvöld og blóm á fjall og strönd.

Tíndu til hvern geisla sem þú getur,

gefðu hverjum bros í augun sín.

Hvernig ættu að vaka heilan vetur

vonir okkar, nema bíða þín?

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson

Hann Tosti (Dúett)

Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

 

Lagið er til sem einsöngs lag, dúett og útsett fyrir karlakór

Við stafinn Tosti talar sinn, hann Tosti.

„Er traustur ísinn, stafur minn?“ kvað Tosti.

Í nístandi frosti.

Og stafurinn  talar Tosta við:

„Þú Tosti. Hvort traust er svellið vittu til, þú Tosti.“

Í gnístandi frosti.

Hann Tosti út á ísinn gekk, hann Tosti.

Og illa skvompu þegar fékk, hann Tosti.

Í gnístandi frosti.

 

 
 
Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein

Litlu hjónin

Lengd í mín: 
2:13
Ár samið: 
1936
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Sigrún Hjálmtýsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson syngja í tóndæminu

Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanóið

 

Við lítinn vog í litlum bæ er lítið hús.

Í leyni inn í lágum vegg er lítil mús.

Um litlar stofur læðast hæg og lítil hjón.

Því lágvaxin er litla Gunna og litli Jón.

 

Þau eiga lágt og lítið borð og lítinn disk

og litla skeið og lítinn hníf og lítinn fisk.

Og lítið kaffi lítið brauð og lítil grjón.

Því litið borða litla Gunna og litli Jón.

 

Þau eiga bæði létt og lítil leyndarmál.

Og lífið gaf þeim lítinn heila' og litla sál.

Þau miða allt sitt litla líf við lítinn bæ.

Og lágan himinn, litla jörð og lygnan sæ.

 

Þau höfðu lengi litla von um lítil börn.

Sem léku sér með lítil skip við litla tjörn.

En loksins sveik sú litla von þau litlju flón.

Og lítilð elskar litla Gunna hann litla Jón.

 

 

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Aðfangadagskvöld

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Sópran dúett frá 4. des 1923

Sjá! nú ljóma jólaljósin björt.

Hringt er til helgidóms.

Blíð og saklaus barnahjörtun gljúpu

bráðna fyrir lotningunni djúpu,

kvöldsöngs og klukknahljóms.

 

*Sjá himins opnast hlið,

 heilagt englalið,

 fylking sú hin fríða

 úr fagnaðarins sal

 fer með boðun blíða

 og blessun lýsa skal

 yfir eymda dal.

*Sjá Sálmabók nr. 79

 

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum

Þei, þei og ró, ró

Lengd í mín: 
3:29
Ár samið: 
1925
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Stefán Íslandi syngur í hljóðdæminu


 

Þei, þei og ró, ró.

Brátt mun birtan dofna,

barnið á að sofna.

Þei, þei og ró, ró.

Barnið á að blunda í ró.

 

Þei, þei og ró, ró.

Blessað litla lífið,

laust við jarðarkífið.

Þei, þei og ró, ró.

Blunda elsku barnið í ró.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Gestur

Sumardagurinn fyrsti1918

Ár samið: 
1918
Texti / Ljóð: 

Terzett, saminn í tilefni af sumarkomuskemmtun í

Wynyard Sask. 25. apríl 1918, og sungið þar í fyrsta skipti.

 

Skín þú, sumarsól,

yfir borg og ból,

lát þú blessun og heill hjá oss mætast,

veit oss þrek og þrótt,

allra gæða gnótt,

góðar vonir og láttu þær rætast.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð

Nú andar suðrið

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,
blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
 
Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Jónas Hallgrímsson

Serenade

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

 

I arise from dreams of thee 
In the first sweet sleep of night, 
When the winds are breathing low, 
And the stars are shining bright 
I arise from dreams of thee, 
And a spirit in my feet 
Has led me -- who knows how? -- 
To thy chamber-window, sweet! 

The wandering airs they faint 
On the dark, the silent stream, -- 
The champak odors fall 
Like sweet thoughts in a dream, 
The nightingale's complaint, 
It dies upon her heart, 
As I must die on thine, 
O, beloved as thou art! 

O, lift me from the grass! 
I die, I faint, I fall! 
Let thy love in kisses rain 
On my lips and eyelids pale, 
My cheek is cold and white, alas! 
My Heart beats loud and fast 
Oh! press it close to thine again, 
Where it will break at last!

 

Hvar í riti: 
Sérprent- íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Percy B. Shelley
Höfundur - annar: 
ísl þýð. Bjarni Jónsson frá Gröf

Dauðs-manns-sundið

Lengd í mín: 
2:44
Ár samið: 
1925
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Hreinn Pálsson syngur í tóndæminu

 

Hún greifafrúin á för yfir Rín

í farkosti léttum og tunglið skín.

Við þernuna sína segir hún þá:

„Hvort sérðu náina fjóra og þrjá,

sem eftir oss leita sér áfram að fleyta?“

En dapurt er dauðsmanns sundið.

 

„Svo vondjarfur riddari var þeirra hver.

Þeir vöfðust með ástum að brjósti mér,

og sóru mér tryggð. En til tryggingar því,

að trúnaðarbrigðum ei lentu þeir í,

ég ört lét þá falla í elfuna falla.“

Því dapurt er dauðsmanns sundið.

 

Og þernan fölnar, en frúin hlær,

og fláan ber hláturinn næturblær

og náirnir gopast niður á hupp

og naglbláa rétta þeir fingurna upp

til eiðspjalls. Þeir banda og augun standa.

Svo dapurt er dauðsmanns sundið.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Heine, Hannes Hafstein þýddi

Haga-sysur

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

 

Þær gengu hraðar inn heiðardal,

og hurfu þaðan í gljúfrasal.

En bak við fjöllin, þar byggja tröllin.

En máninn leið, og mjöllin huldi völlinn.

 

Og síðan ekki við sögu þá.

En svipi þeirra kvað skyggnir sjá,

því bak við fjöllin þeim týndu tröllin.

En máninn leið, og mjöllin huldi völlinn.

 

Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur