Skip to Content

Sönglög fyrir sólóraddir

Ó, fögur er vor fósturjörð

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Ó, fögur er vor fósturjörð

um fríða sumardaga,

er laufin grænu litka börð,

og leikur hjörð í haga;

En dalur lyftir blárri brún

mót blíðum sólarloga,

og glitrar flötur glóir tún

og gyllir sunna voga.

 

Og vegleg jörð vor áa er

með ísi þakta tinda.

Um heiðrík kvöld að höfði sér

nær hnýtir gullna linda

og logagneistum stjörnur strá

um strindi hulið svellum,

en hoppa álfar hjarni á,

svo heyrist duna í fellum.

 

Þú fóstur jörðin fríð og kær,

sem feðra hlúir beinum,

og lífi ungu frjóvi fær

hjá fornum bautasteinum.

Ó, blessuð vertu fagra fold

og fjöldi þinna barna,

á meðan gróa grös í mold

og glóir nokkur stjarna. 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jón Thoroddsen

Vögguvísa Blunda þú blunda

Lengd í mín: 
3:02
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Blunda þú, blunda,

barnið mitt, góða nótt, 

milli Guðs munda

millt er og blítt og rótt.

Allt er svo hægt og hljótt,

blunda þú, blunda.

 

„Við skulum vaka,

vært meðan sefur þú.

Svo mun ei saka,“

segja Guðs englar nú.

„Sonaðu í sælli trú,

við skulum vaka.“ 

Vogguvisa - Blunda þú blunda from hljómblik Minningarsjóður BG on Vimeo.

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Valdimar Briem

Sál mín bið þú

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Sál mín bið þú, bið og stríð þú,

bið og stríð þú í von og trú.

Lát eigi þreytast, lið mun þér veitast,

lið mun þér veitast ef biður þú.

 

Lít til hæða, lít til hæða

lát ei hræða þig jarðneskt böl.

Faðir þinn sér þig, föðurhönd ver þig

föðurhönd ver þig og léttir kvöl.

 

Tíðn líður, loks þín bíður,

loks þín bíður á himni ró.

Bróðir minn besti, mannvinur mesti,

mannvinur besti þar stað þér bjó. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Helgi Hálfdánarsson

Sjómannabæn

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

Þú, sem fósturfoldu vefur

fast að þínum barm,

svala landið sveipað hefur

silfur björntum arm. 

 

Ægir blái Snælands sonum sýndu 

Snægðar mynd.

Heill þer bregstu ei vorum vonum

vertu oss bjargar lind. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Jónsmessunótt

Lengd í mín: 
2:25
Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Jónsmessunótt, þú mátt ei flýja frá oss,

fjöldinn þótt hylli þig með ys og gný.

Undranótt slík, þú átt að dvelja hjá oss,

eins og þú lifir fornum sögum í.

 

Lækninganótt, með lyf í daggartárum,

ljósálfanótt, með dularbros á kinn.

Mininganótt frá gömlum æskuárum,

albjarta nótt, þig tignar hugur minn. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Ingveldur Einarsdóttir

Daladóttir

Lengd í mín: 
2:15
Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

Komdu heim í dalinn minn,

komdu, nú er vor.

Kátt er þar í skóginum

og létt verða spor.

 

Hlýtt er þar í hvömmum,

er hlær í vestri sól,

í hrauninu og klettunum

þúsund fögur skjól. 

 

Sólskríkjurnar kveðast á

um sumarlangan dag,

sæla, ást og friður er

kvæðið við það lag,

alltaf sama ljóðið

það leiðist engum þó,

og lagið skært sem geislinn,

og blítt sem hjartans ró. 

 

Þú sýndir mér við hafið

svört og sprungin sker,

sólskin yfir bylgjum

og hvítmáva her.

 

Barst mig út í hólma 

og rerir út í ey

og undir hvelfda skúta,

þar liggja brotin fley.

 

Yndi var að skoða það

allt á meðan var,

nú uni ég ei lengur

við suðandi mar. 

 

Heiðaþögnin kallar

við Skaðatóttir skín

mér skærar sól og máni

en út við djúpin þín. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Hulda

Nú kólnar þér fugl minn

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

Nú kólnar þér fugl minn, það fýkur snjór

og frostkuldinn magnast óðum.

Hve geigvænt að gista á þeim slóðum.

 

Það blæs um þig næðingur nístingssár,

svo napur að helfrjósa grátin tár

sem stökkva af stirðnandi glóðum.

Ei stormurinn linnir á hljóðum. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Steinn Sigurðsson - úr sjónleiknum STORMAR

Svíf þú fugl

Lengd í mín: 
2:10
Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Svíf þú fugl yfir sævardjúpið víða,

senn tekur dimma af nótt.

Hnigin til viðar er heimsins sólin fríða,

hallar nú deginum skjótt.

 

Skundaðu heim til að hitta þinn maka,

hreiður og ungviði smátt.

Komirðu á morgun, minn kæri, til baka,

kvaka í eyra mitt dátt. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Karlagrobb

Ár samið: 
1926
Texti / Ljóð: 

Ungur þótti ég með söng

yndi vekja í sveinaglaumi.

Nú finnst öllum ævin löng 

er í þeir heyra drynja gömlum raumi.

 

Ungur syng sem mest þú mátt

meðan hljóð þín fagurt gjalla,

brátt því hætta í elli átt,

áður en lýðir söng þinn náhljóð kalla. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Bjarni Thorarensen

Vetrarnóttin

Lengd í mín: 
2:50
Ár samið: 
1937
Texti / Ljóð: 

Breiddu svörtu vængina þína,

vetrarnóttin mín,

yfir okkur seku

syndugu börnin þín.

 

Undir svörtum vængjum þínum

oft ég þreyttur lá,

það sést líka á fjöðrunum

sem féllu brjóst mitt á.

 

En margar á ég sorgir,

er sáran þjaka mér,

og það er svo gott að fela þær

í fjöðrunum á þér.

 

Það er svo gott að gráta

þar gleði sína og trú,

án þess nokkur viti það

aðrir en Guð og þú.

 

Það er svo gott að syngja þar

svo það heyrist ei.

Þú mátt ekki svíkja mig

þegar ég dey.

 

Veit ég að þú svíkur ekki

syndugu börnin þín.

En breiðir yfir þá vængina þína,

vetrar nóttin mín. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur