Skip to Content

Sönglög fyrir sólóraddir

Sólin ei hverfur

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

                         Eyjólfur Eyjólfsson syngur í hljóðdæminu Anna Guðný leikur á píanó

 

Sólin ei hverfur né sígur í kaf.

Situr á Norðurhafs straumi.

Vakir í geislum hver vættur er svaf,

vaggast í ljósálfa glaumi.

Sveimar með himninum sólglitað haf

sem í draumi.

 

Miðnættið glóir við gullskýjabönd,

glymur af himneskum söngvum.

Tveir kveða svanir við rósfagra rönd,

raddhljóðum sætum og löngum

hljómar um æginn, ómar við strönd,

út með dröngum .

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Hátt ég kalla

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

Hátt ég kalla, hæðir fjalla

hrópið með til drottins halla.

Mínum rómi, ljóssins ljómi,

lyft þú upp að herrans dómi.

 

Ég vil kvaka, ég vil vaka 

allt til þess þú vilt mig taka.

Til þín hljóður, guð minn góður,

græt ég eins og barn til móður.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Í rökkurró - einsöngslag

Lengd í mín: 
2:45
Ár samið: 
1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Sveinn Dúa syngur í hljóðdæminu

Í rökkurró hún sefur

með rós að hjarta stað.

Sjá haustið andað hefur 

í hljóði´ á liljublað.

 

Við bólið blómum þakið

er blækyrr helgiró.

Og lágstillt lóu kvakið

er liðið burt úr mó.

 

Í haustblæ lengi lengi

um lingmó titrar kvein.

Við sólhvörf silfri strengi

þar sorgin bærir ein.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Sofðu, unga ástin mín

Ár samið: 
1924
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Eivör Pálsdóttir syngur í tóndæminu

Sofðu, unga ástin mín,

úti regnið grætur.

Mamma geymir gullin þín,

gamla leggi´ og völuskrín.

Við skulum ekki vaka´ um dimmar nætur.

 

Það er margt sem myrkrið veit.

Minn er hugur þungur.

Oft ég svartan sandin leit

svíða grænan engi reit.

Í jöklinum hljóða dauða djúpar sprungur.

 

Sofðu, unga ástin mín,

úti regnið grætur.

Mamma geymir gullin þín,

gamla leggi og völuskrín.

Við skulum ekki vaka´ um dimmar nætur.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jóhann Sigurjónsson

Tunglið, tunglið taktu mig

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

 

Tunglið, tunglið taktu mig,

berðu mig upp til skýja.

Dvelur þar hún móðir mín

í himninum hlýja.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Þjóðvísa, nokkuð breytt

Í Dalnum

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

 

Í Dalnum

Við sjóinn frammi lengur ég ei undi.

Önd mín þráði söng í birkilundi.

Upp frá ægi svala einn ég gekk til dala,

við mér blasti fegurð fjallasala.

 

Þá sat ég þar und viðarrunni vænum.

Var sem heyrði´ ég rödd í sunnan blænum:

Upp við hamrahliðin heyrðu fuglakliðinn 

saman blandast ljúft við lækjaniðinn.

 

Ef kominn ertu hryggur heims úr glaumi.

Hér er rótt hjá mínum bláa straumi.

Upp við hamrahliðin heyrðu lóu kliðinn

blandast angur blítt við lækjaniðinn.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Harm-slagur

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

 

Harmslagur

Mjöll fauk

fram af hamra-bungum,

frostið kyssti lá.

Sær rauk,

söng í jökum þungum

sunda-gröndum hjá.

Rok strauk

strönd um  hrímga brá.

Þá sátum við inni´ og sungum,

um sólskyn og hjartans þrá.

Sól rann

rjóð á blíðu kveldi,

roða sló á mó.

Hár brann

hýrr við skýja veldi,

hafið svaf í ró.

Gull spann

gleði´ um hlíð og sjó.

En inni í földum eldi

varð úti mín von og dó.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þótt þú langförull legðir (úts. fyrir einsöng)

Lengd í mín: 
1:05
Ár samið: 
1918/1931
Texti / Ljóð: 

Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu

Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó


Til eru útsetningar fyrir einsöng, karlakór og barna- eða kvennakór

Til Vestur Íslendinga

 

Þótt þú langförull legðir

sérhvert land undir fót.

Bera hugur og hjarta,

samt þíns heimalands mót.

Frænka eldfjalls og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós,

sonur landvers og skers.

 

Yfir heim eða himin,

hvort sem hugar þín önd,

skreyta fossar og fjallshlíð

öll þín framtíðarlönd.

Fjarst í eilífðar útsæ

vakir eylendan þín.

Nóttlaus vorladar veröld,

þar sem víðsýnið skín.

 

Það er óskaland íslenskt

sem að yfir þú býr.

Aðeins blómgróin björgin,

sérhver baldjökull hlýr.

Frænka eldfjalls og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós,

sonur landvers og skers. 

 
 
Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Dags lít ég deyjandi roða.

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu

Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó


Dags lít ég deyjandi roða,

drekkja sér norður í sæ,

grátandi skýin það skoða,

skuggaleg uppyfir bæ.

 

Þögulust nótt allra nótta,

nákyrrð þín ofbýður mér,

stendurðu´ á öndinni´ af ótta?

Eða hvað gengur að þér?

 

Jörð yfir sofandi síga

svartýrðar lætur þú brýr.

Tár þín á hendur mér hníga,

hljótt en ég finn þau samt skír.

 

Verður þér myrkum á vegi.

Vesturför óyndisleg?

Kvíðir þú komandi degi,

kolbrýnda nótt, eins og ég?

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Björn Halldórsson

Vísur Solveigar

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Skógurinn vænn og völlurinn grænn,

vell þar spói, flautaði ló.

Minn kæri vin þar koss gaf mér.

En ungu lömbin léku sér,

og liggja nú undir snjó.

 

Vor, þú átt ljós, sem lífgar upp rós,

lauf í skóg og grösin í tó.

Minn kæri vin mig kyssti´ um vor.

Nú festir klaka´ í freðin spor,

minn friður er undir snjó.

 

Kalla fram sól, gef sumar um jól,

signdu mó, og þýddu úr tó,

mín ást var sæl á sólskinsstund.

Nú bítur harkan hug og lund,

mitt hjarta er undir snjó.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Indriði Einarsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur