Skip to Content

Kórlög

Þei, þei og ró, ró

Ár samið: 
1925
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

       Leikarar úr Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur syngja í hljóðdæminu

Pétur Grétarsson útsetti fyrir leikverkið sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu.


Þei, þei og ró, ró.

Brátt mun birtan dofna,

barnið á að sofna.

Þei, þei og ró, ró.

Barnið á að blunda í ró.

 

Þei, þei og ró, ró.

Blessað litla lífið,

laust við jarðarkífið.

Þei, þei og ró, ró.

Blunda elsku barnið í ró.

 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Gestur

Í rökkurró (karlakór - úr Strengleikum)

Ár samið: 
1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Í rökkurró hún sefur

með rós að hjarta stað.

Sjá haustið andað hefur 

í hljóði´ á liljublað.

 

Við bólið blómum þakið

er blækyrr helgiró.

Og lágstillt lóu kvakið

er liðið burt úr mó.

 

Í haustblæ lengi lengi

um lingmó titrar kvein.

Við sólhvörf silfri strengi

þar sorgin bærir ein.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Skagafjörður

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

 

Sveitin glaða gegnum þig 

heilsa ég feðra foldu minni!

Fjörður sem í kjöltu þinni

fyrstu gullum gladdir mig.

Sem ég ei á æfi stig

alveg týndi nokkru sinni. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Milli hrauns og hlíða

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

 

Milli hrauns og hlíða

heldur skulum ríða

en hinn leiða allra lýða stig.

Fögnum frelsis degi.

Finnum sjálfir vegi.

Inn til heiða flýja fýsir mig.

Hllíðin fríða lokkar ljúft og þýtt,

líkt og álfabúa þar væri prítt.

Þei, þei, þei, þei

ljúfir ómar laða blítt. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein

Á Hólum

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

Á Hólum.– Karlakórslag frá 23. maí 1932. Prentað í 88 Kórlög 1945, samið samkvæmt beiðni í tilefni af 50 ára afmælishátíð Hólaskóla, sem fór fram þar á staðnum 25. júní sama ár og sungin þar í fyrsta skipti af karlakórnum Geysi á Akureyri.


Á Hólum klukkurnar hringja

mót hækkandi júní sól

og djáknar dillandi syngja,

svo dunar á hverjum hól.

Allt er á ferð og iði,

af andans og hjartans friði

og horfir á Hólastól.

Frá guði kemur sú gáfa,

sem gleður þig norðursjót.

Hún kom ei frá kúríu og páfa. 

Hún er kvistur af frjálsri rót.

Sitt fólk vill nú biskup blessa,

nú byrjar hans fyrsta messa.

Með sigur og siðabót. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Aldar minni

Ár samið: 
1930
Texti / Ljóð: 

 

Svo far þú sól og hneig þitt hjól

í hafsins móður skaut.

Því önnur skín, sem aldrei dvín,

á ævi vorrar braut.

 

Oss brosir rós og bendir ljós

þó blási tímans él.

Því lífið ól í sálum sól,

er sigrar frost og hel. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Kvöldklukkan

Ár samið: 
1913, radds. 1931
Texti / Ljóð: 

 

Nú kallar kvöldsins bjalla

til hvíldar alla drótt.

Og skuggleit fer að falla

á fold hin blíða nótt.

Hún mýkir, huggar, hvílir,

með helgum vængjum skýlir,

blund á brár oss rótt,

ó, blíða, blíða nótt. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Sko háa fossinn hvíta (Úr Strengleikum)

Lengd í mín: 
2:22
Ár samið: 
1916
Texti / Ljóð: 

Karlakór Reykjavíkur syngur í tóndæminu

tenór sóló og dúett


 

Sko, háa fossinn hvíta,

sér hátt af stalla flýta!

Það er mér ljúft að líta

hve leikur hann sér dátt;

Við geislabogann gljáa,

hinn græna, rauða, bláa,

sér lyftir hríslan háa,

í himinloftið blátt.

Hún grær á litlum grænum blett, 

sú grund er rósum fagur sett,

og perlum rignir, rignir þétt

í runna smáa niður.

Við göngum þangað, góða mín,

í gulli sólar fossinn skín,-

þar bendir okkur beint til sín,

hinn bjarti ljúfi friður!

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Syngið strengir (Úr Strengleikum)

Ár samið: 
1916
Texti / Ljóð: 

 

Syngið, strengir, svellið, titrið,

syngið lengi, hljómið snjallt!

Blóm á engi, brosið , glitrið,

blómsveig tengið lífið alt!

Kystu, sól,

hríslu á hól,

hlæið, fjólur yndisbláar!

Hulda smá,

björt á brá

barnsins þrá eg vek þér hjá,-

opna grábergs hallir háar!

Hlustið til,

hér eg vil

hefja fjölbreytt strengjaspil!

Undir tekur enginn,

einn ég hræri strenginn! 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Yfir voru ættarlandi

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

 

Yfir voru ættarlandi,

aldafaðir skildi halt.

Veit því heillir, ver það grandi.

Virst að leiða ráð þes allt.

Ástargeislum úthell björtum

yfir lands vors hæð og dal.

Ljós þitt glæð í lýðsins hjöru

ljós er aldrei slokkna skal. 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur