Skip to Content

Kórlög

Kvöldljóð

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Nú flétta norðurljós bleikrauð bönd,

að barmi nætur dagur hnígur,

og máninn ýst við Ránarrönd.

Með röðul blæ á himin stígur.

 

Og stjarnan brosir stillt og hljóð,

og stefnir móti ljóssins syni,

svo mild og blíð sem móðir góð,

þess manns sem á sér fáa vini.

 

En héðan yfir um óra veg.

Í anda vil ég göngu þreyta.

Að hnjánum þínum atla ég.

Ó elsku mamma' í kvöld að leita.

 

Því stjarnan minning  bjarta ber.

Í barm minn gegnum rökkurskugga.

Sem kveðja væri' hún kær frá þér,

og kæmi mann að gleðja og hugga.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Vetrar kvöld

Ár samið: 
1912
Texti / Ljóð: 

 

Úti er indælt veður,

æðstum sé drottni prís.

Straumband við storðu kveður,

stirnir á glæran ís.

 

Vindar um loftið líða,

leiftrar af stjörnu krans.

Himinsins blessuð blíða.

Baðar á vanga manns.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Þorsteinn Gunnarsson

Fáninn / Til fánans

Ár samið: 
1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Kór Menntaskólans að Laugarvatni syngur í tóndæminu

Hilmar Örn Agnarsson stjórnar

Skólasöngur ML


 

Rís þú unga Íslands merki,

upp með þúsund radda brag.

Tengdu í oss að einu verki

anda, kraft og hjartalag.

Rís þú, Íslands stóri, sterki

stofn, með nýjan frægðardag.

 

Skín þú, fáni, eynni yfir

eins og mjöll í fjallahlíð.

Fangamarkið fast þú skrifir

fólks í hjartað ár og síð.

Munist, hvar sem landinn lifir,

litir þínir alla tíð.

 

Hvar í riti: 
Sérprent
Höfundur texta: 
Einar Benediktsson

Söngheilsan

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Nú gleðjast fljóð og menn við svásan söng,

nú svífa hljómar yfir vogum bláum,

sem hringi foss og glymji gljúfraþröng.

Sem gnýi stormsins raust á tindum háum.

 

Nú hefjast bergmál fjalla óm og orð.

Eróður söngvastreymir frjáls af munni,

nú glymja raddir hátt á Garðarsstorð.

En geislar stafa upp af Mímisbrunni.

 

Hvar í riti: 
88 KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Sigfús Elíasson

Bak við fjöllin

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Bak við fjöllin röðull rennur,

rótt til morguns hvílir.

Ekkert hálmþak heima fyrir

höfði mínu skýlir.

Útlaganum ættjörð sviftum

út er hýst í hverjum ranni.

Hvergi blíðu brosi 

beint að förumanni.

 

Bak við fjöllinn röðull rennur,

rótt til morguns sefur,

uns við ljóð úr leynum skóga

ljúf hún vaknað hefur.

Skyldi hún nokkru sinni senda

sólbros mér í heiði?

Ætli gæfan frið mér færi

fyrr en undir leiði?

 

Hvar í riti: 
88 KÓRLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Ludwik Kondratowicz
Höfundur - annar: 
Guðmundur Guðmundsson þýddi

Bíllinn

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

 

Þú góði sterki, blakki bíll.

Þú berð mig létt um grund og hæðir.

Þú klifar fjöll og klungur íll,

og klettasneiðingana þræðir.

Sem flýgi örn í fjallasal.

Með fjaðraþyt og vængjabliki.

Þú rennur heiðar, háls og dal

svo hratt og létt sem tundur ryki.

 

Ef hægir ferð, ég fæti styð

þá fer sem leiftur boð á milli

og taugar þínar titra við.

Ég tek um sveif og ganginn stilli.

Ég heyri, finn þitt hjarta slá

í heitum, stæltum barmi þínum,

sem bergmál þínu brjósti frá

sé blandað hjartaslögum mínum. 

 

Hvar í riti: 
88 KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Böðvar Bjarkan

Landskórinn

Ár samið: 
1934
Texti / Ljóð: 

 

Undir söngsins merki mætast

miklir flokkar einum hug.

Dísir vakna, draumar rætast

djarfir vængir heftja flug.

 

Ljómar geislum lífsins spor

ljúfa söngsins töfra vor.

Yngir sál við sólardrauma

sigur eflir kraft og þor.

 

Sjáum mætast hug og hendur

hafsisns yfir breiðu flóð

Sjáum tengjast lýð og lendur

lifi söngsins frjálsa þjóð.

 

Hljómi tóna tignast mál,

tendrist auðugt sumarbál,

Íslands hörpu ástargyðju

ómar tengi sál við sál.

 

Hvar í riti: 
88 KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson

Klukkna hljóð

Ár samið: 
1935
Texti / Ljóð: 

 

Greini ég frá grafreit svörtum

grátinn söng.

Lag sitt þrumar lostnum hjörtum

Líkaböng.

 

Grúfir yfir kirkjukrossum

kvöldsins húm.

Tregi fyllir tárafoss

um tíma' og rúm.

 

Kertaljósum kulið grandar,

kveljast menn.

Heljargusti hrolli andar

hringt er enn.

 

 

Hvar í riti: 
88 KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Jóhannes úr Kötlum

Örlagarimman kóralfantasía - Úr Grettisljóðum

Heiti verks: 
Örlagarimman
Ár samið: 
1928/1952
Texti / Ljóð: 

Fantasía fyrir blandaðan kór við píanóundirleik við

Draugsglímuna úr Grettisljóðum Matthíasar. Var á prjónunum lengst allra

minna verka, fyrst hugleidd 1927 og geri ég þá uppkast að biðskákinni. Svo

líklega kringum 1940 tók ég til þar sem frá var horfið og gerði uppkast að

nálega hálfu verkinu en varð því síðan afhuga þar til í mars 1952 að ég gerði

alvöru úr að hreinskrifa uppkastið og ljúka verkinu og var því loks lokið 14.

apríl 1952.


 

Hann hlustar, hann bíður, hann bærist ei,

heldur í feldinn, horfir í eldinn

og hrærist ei.

Það birtir, það syrtir,

því máninn veður og marvaðann treður

um skýja sæinn.

Hver ber utan bæinn?

 

Nú hljóðnar allt, – nú heyrist það aftur.

Það hriktir hver raftur.

Hann ríður húsum og hælum lemur,

það brestur,

það gnestur,

nú dimmir við dyrin,

það hlunkar, það dunkar,

það dynur, það stynur.

Draugurinn kemur!

 

Hann Grettir hitnar,

af hrolli svitnar,

því glámur af þvertrénu gáir,

hausinn inn teygir

og hátt upp við rjáfrið sig reigir.

Hann hækkar,

hann lækkar,

en glóandi gína við skjáir.

Hann hrekkur,

hann stekkur,

hann hnígur og hverfur, – nú hljótt er sem fyrr.

 

Hann Grettir bíður og bærist ei,

heldur í feldinn,

horfir í eldinn

og hrærist ei.

Nú kemur orgið sem áður.

Og skálinn riðar, en skellast dyr.

Vomurinn kominn, hann fálmar um fletið,

þrífur í feldinn, en fast er haldið.

Hvað veldur?

Hver heldur?

Hann fálmar aftur og feldinn slítur.

Þá brestur skörin og brotnar setið,

og Grettir réttur á gólfið hrýtur.

 

Svo takast þeir á,

hreystin og fordæðan forn og grá,

ofurhuginn og heiftin flá,

æskan með hamstola hetjumóð

vð heiðninnar draugablóð,

landstrúin nýfædda, blóðug og blind,

og bölheima forynjumynd,

harkan og heimskan,

þrjóskan og þjóðin,

krafturinn og kynngin,

Kristur og Óðinn.

Þeir sækjast, þeir hamast með heljartökum,

svo húsin þau leika á þræði.

Það ýlir í veggjum, það orgar í þökum,

það ískrar af heiftar bræði.

 

Svo hefur Grettir sagt þar frá,

að sóknin hin ferlega gengi,

að aldregi slíka ógn sem þá

um ævina reyna fengi.

Draugurinn skall úr dyrunum út,

dauðvona Grettir við heljarsút

horfði í hans helsjónir lengi.

Feiknstöfum máninn fölur sló

framan í dólginn grimma,

í jörðinni stundi, hrikti og hló,

hörð var sú örlaga rimma,

buldi við draugsröddin dimma.

 

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Jón Ögmundsson

Ár samið: 
1934
Texti / Ljóð: 

 

Ísland, eyjan hvíta, ei þér drottninn gleymdi að gefa leiðarljós.

Marga menn þér ósk hans geymdi.

Þitt er þeirra hrós.

Sjá til baka Íslands ungi mögur.

Eins og stjörnur tindra hetjusögur.

Mörg eru dæmin mikil, hrein og fögur,

Manna sem geymir jörð og saltur lögur.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Hulda
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur