Skip to Content

Kórlög

Andvari

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

 

Andvara, þó að sé allhvasst á móti,

einstigi brátt munu fær.

Hendinni bandar við hrynjandi grjót,

honum er áreynslan kær.

 

Er meðal fálátra granna sá glaði

gamalhneigð réttir úr keng,

nátengdur mönnum sem hleypa úr hlaði,

hollráður ungfrú og dreng.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Guðmundur Friðjónsson

Lóan

Ár samið: 
1937
Texti / Ljóð: 

 

Hún syngur suður við tjörn,

sumarljóðin sín

litla lóan mín.

Þar leika fjörug börn.

 

Hún á þar unga smá,

hún er þeim móðurvörn.

Sem ljúf og lítil börn

þeir leika, syngja, þrá.

 

Þú barn með ljúfa lund,

sem leikur þarna hjá.

Þú mátt ei meiða þá

né mæða neina stund.

 

Því móður hjarta milt,

þá mæðir sorgin löng.

Hún syngur þér ei söng,

ef svo þú breyta vilt.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson

Lóan

Ár samið: 
1937
Texti / Ljóð: 

 

Hún syngur suður við tjörn,

sumarljóðin sín

litla lóan mín.

Þar leika fjörug börn.

 

Hún á þar unga smá,

hún er þeim móðurvörn.

Sem ljúf og lítil börn

þeir leika, syngja, þrá.

 

Þú barn með ljúfa lund,

sem leikur þarna hjá.

Þú mátt ei meiða þá

né mæða neina stund.

 

Því móður hjarta milt,

þá mæðir sorgin löng.

Hún syngur þér ei söng,

ef svo þú breyta vilt.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Kjartan Ólafsson

Sígur yfir húmið hljóða

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Sígur yfir húmið hljóða,

hjúpar sjónir rökkurmóða,

stjarnan einstök úti skín.

Skjálfa hreimar hörpu minnar,

hægt sem andvörp sálarinnar.

Hún er eina unun mín.

 

Yfir fallþung sorg í sjónum

sál mín berst á fögrum tónum

héðan yfir langan veg.

Söngvar lyfta hrærðu hjarta

heim í landið bjarta

til þín eina elska ég.

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Geysir (úts. f. blandaðan kór)

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Hvað dunar svo þungt? Það er Geysir hann gýs,

í gröf sinni vaknar, og fjötrana slítur.

Hans kviksetti andi í öldum rís,

og upp gegnum klettana vegi sér brýtur.

Hann flæðir, hann æðir og hærra hefst.

Upp í himininn blá stígur fossandi elfur.

Þar freyðandi, seyðandi sólgliti vefst,

og sundruð í blikandi ljósöldum skelfur.

 

Sjá, holskeflur hvítar við blámóðu ber,

þær blika' eins og perlur í glampandi logum.

Og litregn af kvikandi ljósbroti fer

sem leiftur um úðann í sindrandi bogum.

Í andköfum heitum er eimslæðum fleygt

yfir ólgandi hrannir og bragelda sveiminn

af sóldrukknum blæ þeirra földum er feykt:

þeir flaksast og hverfa' út í vorljósa geiminn.

 
Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Böðvar Bjarkan

Geysir

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

Hvað dunar svo þungt? Það er Geysir hann gýs,

í gröf sinni vaknar, og fjötrana slítur.

Hans kviksetti andi í öldum rís,

og upp gegnum klettana vegi sér brýtur.

Hann flæðir, hann æðir og hærra hefst.

Upp í himininn blá stígur fossandi elfur.

Þar freyðandi, seyðandi sólgliti vefst,

og sundruð í blikandi ljósöldum skelfur.

 

Sjá, holskeflur hvítar við blámóðu ber,

þær blika' eins og perlur í glampandi logum.

Og litregn af kvikandi ljósbroti fer

sem leiftur um úðann í sindrandi bogum.

Í andköfum heitum er eimslæðum fleygt

yfir ólgandi hrannir og bragelda sveiminn

af sóldrukknum blæ þeirra földum er feykt:

þeir flaksast og hverfa' út í vorljósa geiminn.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Böðvar Bjarkan

Á Finnafjallsins auðn

Lengd í mín: 
5'30
Ár samið: 
1937
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Karlakórinn Fóstbræður syngur í tóndæminu

stjórnandi Árni Harðarson


Á Finnafjallsins auðn,

þar lifir ein í leyni sál

við lækjaniðarins huldumál,

á Finnafjallsins auðn.

 

Á Finnafjallsins auðn.

Hún sefur langan sumardag,

en syngur, þegar haustar, lag,

á Finnafjallsins auðn.

 

Á Finnafjallsins auðn.

Í fyrstu er lagið ljúft og stillt,

er lengir nóttu ært og tryllt,

á Finnafjallsins auðn.

 

Á Finnafjallsins auðn.

Menn segja að fordæmd flakki sál,

er firrist Vítis kvöl og bál.

Á Finnafjallsins auðn.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Þorsteinn Gíslason

Akureyri

Ár samið: 
1949
Texti / Ljóð: 

 

Þú ert fögur, Akureyri,

Eyjafjarðar bær.

Aðrir bæir eru meiri,

enginn samt þér nær.

 

Þú ert veitul vinum glöðum,

vinnur huga manns,

framar öllum örum stöðum

yndi þessa lands.

 

Um þig bjartur ljómi leikur,

lífgar bæ og fjörð.

Einhver, sem  er orðinn smeykur

um hið fagra' á jörð.

 

Ætti að koma, ætti að sjá þig

einhvern sólskins dag

svo hann geti eins og áður

unað sínum hag.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Sigurður Norland

Haf, ó, þú haf

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Haf, ó, þú haf,

þú sem hrannirnar hefja oss lætur.

Himninum nær, þegar stormurinn geysar um nætur.

 

Þig sefar ei hin svarta nótt.

Þú svæfir farmann undurhljótt.

Og fleyið á öldunum fljóta þú lætur.

 

Stormæsta haf,

þú sem strendurnar bergmála lætur.

Standbergsins jötunn við söng þinn af hrifningu grætur.

 

Hljóðláta haf.

Vært í örmum þér brotskeflur blunda.

Brimþrungnar strendurnar dreymandi örlög þín grunda.

 

Lognskyggða haf,

bláan himininn um dýrð þína dreymir.

Sem djúp þitt og grafhvelfing dáinna farmanna geymir.

 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG
Höfundur texta: 
Sigfús Elísson

Nú dreymir allt

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Nú dreymir allt um dýrð og frið,

við dagsins þögla sálar hlið.

Og allt er kyrrt umfjöll og fjörð,

og friður drottins yfir jörð.

 

Nú dreymir allt, hvert foldarfræ

að friður ríki um lönd og sæ.

Nú lifir allt sinn dýrðar dag,

nú drottnar bræðralag

Nú lifir allt sinn dýrðar da,

nú drottnar bræðralag

3.4.r.   Allt lifir dýrðardag

nú drottnar bræðralag.

 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur