Íslands Hrafnistumenn
Ár samið:
1939
Texti / Ljóð:
Íslands hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði’ á framsóknarleið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knör,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt
þá er eðlið samt eitt
eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið.
Íslands hrafnistumenn
eru hafsæknir enn,
ganga hiklaust á orustuvöll,
út í stormviðrin höst,
móti straumþungri röst,
yfir stjórsjó og holskeflu fjöll,
flytja þjóðinni auð, sækja barninu brauð,
færa björgin í grunn undir framtíðarhöll.
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði)
Höfundur texta:
Örn Arnarson