Skip to Content

Lofsöngur (andante)

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
III
Ár samið: 
1929
Texti / Ljóð: 

PRESTUR (sóló):

Vér lífsins herra lofgjörð tjáum,

og lútum skærri páska sól.

Í hennar ljósi loks við sjáum

það lífsmagn eilíft, sem vér þráum,

Er sigrar dauðans segulpól.

„Nú ljómar dýrðar dagur nýr,

en dimman nætur burtu flýr.“ 

 

KÓR:

„Nú ljómar dýrðar dagur nýr,

en dimman nætur burtu flýr.“ 

 

PRESTUR:

Og fyrir lífsins fenginn sigur

vér fögnum sæl í von og trú.

Því þegar endar æfivegur,

er einnig dauðinn vegsamlegur,

til æðri heima aðeins brú.

Oss „ljómar dýrðar dagur nýr,

þá dimman nætur burtu flýr.“  

 

KÓR:

Oss „ljómar dýrðar dagur nýr,

þá dimman nætur burtu flýr.“  

 

KÓR:

Vér lífsins herra lofgjörð færum,

með lotning prísum gjafir hans.

Og til þess hönd og tungu hrærum

að tigna hann í verkum mærum

að ljúfu dæmi lausnarans.

Þá ljómar eilíf lífsins sól

frá ljóssins föður tignar stól. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson


Drupal vefsíða: Emstrur