Skip to Content

Bariton

Lofsöngur (andante)

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
III
Ár samið: 
1929
Texti / Ljóð: 

PRESTUR (sóló):

Vér lífsins herra lofgjörð tjáum,

og lútum skærri páska sól.

Í hennar ljósi loks við sjáum

það lífsmagn eilíft, sem vér þráum,

Er sigrar dauðans segulpól.

„Nú ljómar dýrðar dagur nýr,

en dimman nætur burtu flýr.“ 

 

KÓR:

„Nú ljómar dýrðar dagur nýr,

en dimman nætur burtu flýr.“ 

 

PRESTUR:

Og fyrir lífsins fenginn sigur

vér fögnum sæl í von og trú.

Því þegar endar æfivegur,

er einnig dauðinn vegsamlegur,

til æðri heima aðeins brú.

Oss „ljómar dýrðar dagur nýr,

þá dimman nætur burtu flýr.“  

 

KÓR:

Oss „ljómar dýrðar dagur nýr,

þá dimman nætur burtu flýr.“  

 

KÓR:

Vér lífsins herra lofgjörð færum,

með lotning prísum gjafir hans.

Og til þess hönd og tungu hrærum

að tigna hann í verkum mærum

að ljúfu dæmi lausnarans.

Þá ljómar eilíf lífsins sól

frá ljóssins föður tignar stól. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Lofsöngur

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
III
Ár samið: 
1929
Texti / Ljóð: 

PRESTUR (SÓLÓ):

Þú lífsins faðir, ljóssins herra blíði.

Ó, líkna oss í þrengingum og stríði.

Vor sjón er sljó og mjög við dauðans myrkur.

og makt er bundinn trúar vorrar styrkur,

Því lífs á vegum leynist dauðans myrkur.

En þú, vor guð, er sólum lögmál setur,

og sérhvert fræ til lífsins vakið getur,

lát dropa þinnar dýrðar á oss falla.

Ó, drottinn guð.

Lát dýrðrar ljós þitt ljóma um veröld alla.

 

KÓRINN:

Vor lífsins faðir, ljóssins herra blíði,

mun líkna oss í þrenginum og stríði.

Þótt lífs á vegum leynist dauðans myrkur,

og lamist von og dvíni trúar styrkur,

mun sigur lífsins sigra dauðans myrkur.

Því hann, vor guð, er sólum lögmál setur

og sérhvert fræ til lífsins vakið getur,

vor lífsins faðir, ljóssins herra blíði

mun líkna oss,

mun líkna oss í þrengingum og stríði. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur