Skip to Content

Sóló og kór

Í upphafi var orðið

Ár samið: 
1914
Texti / Ljóð: 

Til Davíðs Jónassonar


Bassi/ bariton sóló

Í upphafi var orðið,

og orðið var hjá Guði,

og orðið var Guð;

Það var í upphafi hjá Guði.

Allir hlutir eru fyrir það gjörðir.

Án þess er ekkert orðið til,

af því sem er til.

 

Kór

Í því var líf, og lífið var mannanna ljós.

 

sóló

Og ljósið skein í myrkrinu,

og myrkrið meðtók það ekki.

 

kór

Í því var líf, og lífið var mannanna ljós.

Og ljósið skein í myrkrinu.

Og ljósið skein og myrkrið meðtók það ekki.

Verði ljós.

Lýsi Guðs himneska ljós.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Biblíutexti

Íslands lag

Ár samið: 
1914
Texti / Ljóð: 

 

Lagið er til í nokkrum útsetningum, bæði fyrir karlakór og blandaðan kór



 

 

Heyrið vella' á heiðum hveri,

heyrið álftir syngja' í veri.

Íslands er það lag.

Heyrið fljót á flúðum duna,

foss í klettaskorum bruna.

Íslands er það lag.

 

Eða fugl í eyjum kvaka,

undir klöpp og skútar taka.

Íslands er það lag.

Heyrið brim á björgum svarra,

bylji þjóta, svipi snarra.

Íslands er það lag.

 

Og í sjálfs þíns brjósti bundnar,

blunda raddir náttúrunnar

Íslands eigið lag.

Innst í þínum eigin barnmi,

eins í gleði' og eins í harmi,

ymur Íslands lag.

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Grímur Thomsen

Í rökkurró (karlakór með sóló - úr Strengleikum)

Lengd í mín: 
3:31
Ár samið: 
1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Kantötukór Akureyrar syngur í tóndæminu

undir stjórn höfundar. Uppt. á æfingu. 


Í rökkur ró hún sefur

með rós að hjarta stað.

Sjá, haustið andað hefur

í hljóði' á liljublað.

Við bólið blómum þakið

er blækyrr helgiró.

Og lágstillt lóukvakið

er liðið burt úr mó.

Í haustblæ lengi lengi

um lingmótitrar kvein.

Við sólhvörf silfrin strengi,

þar sorgin bærir ein.

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Á múrnum blikar stöng við stöng

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
III. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
26
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Ymur þungt í skógunum

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
II. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
12
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Vakið, Vakið

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
VIII
Lengd í mín: 
3:44
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands 

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar

Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.  


               VIII.

 

            Tenór sóló – kór

Vakið. Vakið. Tímans kröfur kalla,

knýja dyr og hrópa á alla.

Þjóð, sem bæði Þór og Kristi unni,

þjóð, sem hefir bergt af Mímisbrunni,

þjóð, sem hefir þyngstu þrautir lifað,

þjóð, sem hefir dýpstu speki skrifað –

hún er kjörin til að vera að verki,

vinna undir lífsins merki.

 

Synir Íslands, synir elds og kalaka

sofa ekki, heldur vaka.

Allir vilja að einu marki vinna.

Allir vilja neyta krafta sinna,

björgum lyfta, biðjast aldrei vægðar,

brjóta leið til vegs og nýrrar frægðar,

fylgjast að og frjálsir stríðið heyja,

fyrir Ísland lifa og deyja.

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Þér landnemar

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
II
Lengd í mín: 
3:33
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar. Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


                 II.

 Bass solo 

 

Þér landnemar, hetjur af konungakyni,

sem komuð með eldinn um brimhvít höf,

sem stýrðuð eftir stjarnanna skini

og stormana hlutu í vöggugjöf –

synir og farmenn hins frjálsborna anda,

þer leituðu landa.

Í særoki klufuð þér kólguna þungu,

komuð og sáuð til stranda.

 

 

Karlakór

Í fjalldölum fossarnir sungu.

Að björgum brimskaflar sprungu.

Vér blessuðu Ísland á norræna tungu.

 

 

Blandaður kór

Fossarnir sungu,

og fjöllin bergmála enn:

Heill yður, norrænu hetjur.

Heill yður, íslensku landnámsmenn.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Sofðu rótt er rósaflos

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
33
Lengd í mín: 
8:18
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Hermann Stefánsson og Kantötukór Akureyrar syngja í hljóðdæminu, tekið upp á æfingu


 

Sofðu rótt,

er rósa flos

á rúðunum frostið vefur, -

og gægist inn

um gluggann þinn

og guðvef breiðir á ársalinn

máninn á meðan þú sefur!

 

Svo hugljúf og vær er hvíldin þín:

   þú hvílir í draumi’ á rósum

með hálfluktum augum elskan mín,

   svo ástsæl hjá draummyndum ljósum.

-   Þú baðar sem barn í rósum.

 

Og gegnum blund

þú heyrir hljóm

frá hörpu minni gjalla,

þá kætist lund

   við létan óm

og lífsgleðin fyllir þig alla;

þér heyrist síð

um sumartíð

   söngur í hlíðum fjalla.

Af rúðunum frostrósir falla. –

Og ljósbúinn sér þú hvar ljúflinga her

      líður um iðgræna hjalla, -

með sumar boð

við sólarroð

í söngvum þeir á þig kalla.

- Að brjósti þér hægt ég mér halla! –

 

(Sofðu rótt,

er rósa flos

á rúðunum frostið vefur!

Sælli nótt,

söngva klið,

sælli frið,

að eilífu aldrei þú hefur!

Með skínandi krans

þig krýni’ ég í dans, -

ó, komum þá skjótt,

það er töfrandi nótt!

Ég er drottinn sá

er þitt draumland á, -

ég drotta þar meðan þú sefur!) *

*) fellt úr óratóríunni

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Hló við í austurátt

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
14
Lengd í mín: 
2:55
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

Hló við í austurátt

upprunninn dagur,

leið upp á loftið blátt,

ljúfur og fagur.

Stjörnurar byrgðu brá

bljúgar og hljóðar, -

liljurnar litlu þá

lifnuðu óðar.

Hljómfagra hörpu sló

heiðló í grænum mó. –

Vöknuðu´ af værri ró

vonirnar góðar.

 

Loftblær í laufi þaut,

lék sér í víði, -

angaði´ úr engjalaut

ilmurinn þýði. –

Alein þar undir hól

undum við saman,

undum mót austri´ og sól,

ó, það var gama!

Bundum við tryggða-bönd,

bærðist á vörum önd,

gáfum þar hjarta´ og hönd

hálfrjóð í framan.

 

Gengum við hól af hól

hvíslandi´ í næði;

gaf okkur gjöful sól

gullhlaðin klæði.

Leiddumst við heim í hlað,

hjartansþrá fylgdum.

Pabbi kom okkur að, -

óðar við skildum.

Karlinn í kampinn hló,

kátur á öxl mér sló:

„Fengið var þarna þó

það sem við vildum!“

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Lofsöngur (andante)

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
III
Ár samið: 
1929
Texti / Ljóð: 

PRESTUR (sóló):

Vér lífsins herra lofgjörð tjáum,

og lútum skærri páska sól.

Í hennar ljósi loks við sjáum

það lífsmagn eilíft, sem vér þráum,

Er sigrar dauðans segulpól.

„Nú ljómar dýrðar dagur nýr,

en dimman nætur burtu flýr.“ 

 

KÓR:

„Nú ljómar dýrðar dagur nýr,

en dimman nætur burtu flýr.“ 

 

PRESTUR:

Og fyrir lífsins fenginn sigur

vér fögnum sæl í von og trú.

Því þegar endar æfivegur,

er einnig dauðinn vegsamlegur,

til æðri heima aðeins brú.

Oss „ljómar dýrðar dagur nýr,

þá dimman nætur burtu flýr.“  

 

KÓR:

Oss „ljómar dýrðar dagur nýr,

þá dimman nætur burtu flýr.“  

 

KÓR:

Vér lífsins herra lofgjörð færum,

með lotning prísum gjafir hans.

Og til þess hönd og tungu hrærum

að tigna hann í verkum mærum

að ljúfu dæmi lausnarans.

Þá ljómar eilíf lífsins sól

frá ljóssins föður tignar stól. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur