Skip to Content

Sóló og kór

Lofsöngur

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
III
Ár samið: 
1929
Texti / Ljóð: 

PRESTUR (SÓLÓ):

Þú lífsins faðir, ljóssins herra blíði.

Ó, líkna oss í þrengingum og stríði.

Vor sjón er sljó og mjög við dauðans myrkur.

og makt er bundinn trúar vorrar styrkur,

Því lífs á vegum leynist dauðans myrkur.

En þú, vor guð, er sólum lögmál setur,

og sérhvert fræ til lífsins vakið getur,

lát dropa þinnar dýrðar á oss falla.

Ó, drottinn guð.

Lát dýrðrar ljós þitt ljóma um veröld alla.

 

KÓRINN:

Vor lífsins faðir, ljóssins herra blíði,

mun líkna oss í þrenginum og stríði.

Þótt lífs á vegum leynist dauðans myrkur,

og lamist von og dvíni trúar styrkur,

mun sigur lífsins sigra dauðans myrkur.

Því hann, vor guð, er sólum lögmál setur

og sérhvert fræ til lífsins vakið getur,

vor lífsins faðir, ljóssins herra blíði

mun líkna oss,

mun líkna oss í þrengingum og stríði. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Þrjú ár

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
I
Ár samið: 
1941
Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Hve veðrið er indælt

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
I
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

 

HEIÐUR:

Hve veðrið er indælt, ó vornætur blíða.

Ég vil ekki sofna frá þessari dýrð.

Um vonanna heima mig langar að líða

og lífið að dreyma í heilagri kyrrð.

Hve sælt er að una við söngfuglakliðinn

og syngja um ástir og heimilisfriðinn.

- Ég hlakka til einhvers, sem enn er leynt

og oft finnst mér tíminn líða seint.

En þá verður gaman, - gaman. 

 

Heiður

HEIÐUR

Ungfrú Sigríður Stefánsdóttir í hlutverki sínu.

 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Svo segir Guð:

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
3
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Svo segir Guð:

„Varðveitið réttinn. Iðkið dyggðir.

Því sjá mitt hjálpræði fer í hönd.

Og mín náð skal opinberast.“

 

kór

Ó dýrð sé þér, þín ást skín yfir oss,

og í þér lifum og hrærumst vér. 

En afbrot okkar eru mörg í augum þínum,

og í gegn oss vitna stórar syndir.

Ó, vér mænum á miskunsemi þína,

ó, minnstu vor drottinn, í kærleika þínum.

Ó heyr þá bæn. Því þú, ó, guð, þú ert vor faðir.

Vér erum líf af lífi þínu, og vér þráum að tilheyra þér

Því þú, ó, guð ert vor faðir. 

 

 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur