Skip to Content

Rödd og píanó

Um nótt

Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

Horfinn er dagur, himinn er fagur, 

hýrnar við náttfaðminn kvöldstjarnan smá,

ljós öldur glitra, litgeislar titra,

ljós englar vaka mér hjá.

 

Blikar mjallvefur, blómgyðjan sefur,

bundinn er fossinn og loftið er hljótt.

Ofar en fjöllin eilífðar höllin 

opnast á tindrandi nótt. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Lárus Thórarensen

Svífur að haustið

Lengd í mín: 
2:25
Ár samið: 
1918
Texti / Ljóð: 

Svífur að haustið og svalviðrið gnýr,

svanurinn þagnar og heiðlóan flýr.

Blóm eru fölnuð í brekkunum öll,

bylgjurnar ýfast og rjúka sem mjöll.

Fleygir burt gullhörpu fossbúinn grár,

fellir nú skóggyðjan iðjagrænt hár. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Forsjónin

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Hvað er það ljós, sem lýsir fyrir mér.

Þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér?

Hvað er það ljós, sem ljósið gerir bjart,

og lífgar rúmið svart?

 

Hvað málar „ást“ á æsku brosin smá?

Og „eilíft líf“ á feiga skör ugns brá?

Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von,

sem vefur faðmi sérhvern tímans son? 

 

Hver er sú rödd sem býr í brjósti mér,

Og bergmálar frá öllum lífsins her.

Sú föður rödd, er metur öll vor mál,

Sú móður rödd, sem vermir líf og sál.

 

Sú rödd, sem ein er eilíflega stillt,

þó allar heimsins raddir syngi villt.

Sú rödd sem breytir daufri nótt í dag.

Og dauðans ópi snýr í vonar lag?

 

Guð er sú rödd.

Guð er það ljós. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Matthías Jochumsson

Kvöldbæn

Lengd í mín: 
3:29
Ár samið: 
1922
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Eggert Stefánsson syngur í tóndæminu


 

Nú legg ég augun aftur.

Ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín veri vörn í nótt.

Æ. virst mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka 

þinn engil, svo ég sofi rótt.

 

Drottinn, nú er dimmt í heimi,

Drottinn, vertu því hjá mér.

Mig þín föðurforsjón geymi.

Faðir, einum treysti´ég þér. 

 

Nú legg ég augun aftur.

Ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín veri vörn í nótt.

Æ. virst mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka 

þinn engil, svo ég sofi rótt

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Sveinbjörn Egilsson, Páll Jónsson

Til þín ég, Drottinn, huga hef

Ár samið: 
1922
Texti / Ljóð: 

Til þín ég, Drottinn huga hef,

er harmar lífs mig þjá,

og bið af hjara: huggun gef mér,

himni þínum frá.

 

Mig örmum kærleiks veikan vef

og vota þerra brá.

Kom athvarf mitt, kom athvarf mitt,

minn anda lát þig sjá.

 

Hættan veg hræðist ég, hvert sem sný.

Syndga þrátt og safna sekt með því.

Æ er búin neyðin ný,

nálgast dauðans þrumuský.

Drottinn, því til þín ég flý.

 

 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Guðmundur Einarsson, Björn Halldórsson

Til þín ég, Drottinn, huga hef

Ár samið: 
1922
Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Guðmundur Einarsson, Björn Halldórsson

Til þín ég, Drottinn, huga hef

Ár samið: 
1922
Texti / Ljóð: 

Til þín, Drottinn,  huga hef

er harma lífs mig þjá,

og bið af hjarta: huggun gef mér

himni þínum frá.

 Mig örmum kærleiks veikan vef

og vota þerra brá.

Kom athvarf mitt,

minn anda láttu sjá.

 

Hættan veg hræðist ég, hvert sem sný.

Syndga þrátt og safna sekt með því.

Æ er búin neyðin ný,

nálgast dauðans þrumuský.

Drottinn, því til þín ég flý.

 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Guðmundur Einarsson, Björn Halldórsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur