Lágnætti
Lengd í mín:
2:20
Ár samið:
1933
Texti / Ljóð:
Svefn á hvarma sígur,
sól til viðar hnígur,
fugl að hreiðri flýgur,
á fold húmið stígur.
Uppi álftir kvaka,
undir bergmál taka.
Engu álög þjáka.
Nú einn skal ég vaka.
Man ég skort og munað,
man ég sorg og unað,
man ég atlot meyja,
man ég vonir deyja.
Vorið vekur heima,
vítt skal hugur sveima,
vetrarviðjum gleyma
og vakandi dreyma.
Hvar í riti:
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal:
Höfundur texta:
F. Jónsson