Skip to Content

e1 - f2

Kvöld

Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

 


Nú blika við sólarlag sædjúpin köld; 
ó, svona’ ætti’ að vera hvert einasta kvöld, 
með hreinan og ljúfan og heilnæman blæ, 
og himininn bláan og speglandi sæ. 

Ó, ástblíða stund, þú ert unaðssæl mér, 
því allt er svo ljómandi fagurt hjá þér, 
(og hafið hið kalda svo hlýlegt og frítt, 
og hrjóstruga landið mitt vinlegt og blítt.
 )*

Og fjallhnúka raðirnar rísa í kring, 
sem risar á verði við sjóndeildarhring; 
og kvöldroðinn brosfagur boðar þar drótt
hinn blíðasta dag eftir ljúfustu nótt.
 

*(texti innan sviga er felldur út í lagi Björgvins)

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson

Lágnætti

Lengd í mín: 
2:20
Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

 

Svefn á hvarma sígur,

sól til viðar hnígur,

fugl að hreiðri flýgur,

á fold húmið stígur.

 

Uppi álftir kvaka,

undir bergmál taka.

Engu álög þjáka.

Nú einn skal ég vaka.

 

Man ég skort og munað,

man ég sorg og unað,

man ég atlot meyja,

man ég vonir deyja.

 

Vorið vekur heima,

vítt skal hugur sveima,

vetrarviðjum gleyma

og vakandi dreyma.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
F. Jónsson

Sál mín bið þú

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Sál mín bið þú, bið og stríð þú,

bið og stríð þú í von og trú.

Lát eigi þreytast, lið mun þér veitast,

lið mun þér veitast ef biður þú.

 

Lít til hæða, lít til hæða

lát ei hræða þig jarðneskt böl.

Faðir þinn sér þig, föðurhönd ver þig

föðurhönd ver þig og léttir kvöl.

 

Tíðn líður, loks þín bíður,

loks þín bíður á himni ró.

Bróðir minn besti, mannvinur mesti,

mannvinur besti þar stað þér bjó. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Helgi Hálfdánarsson

Um nótt

Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

Horfinn er dagur, himinn er fagur, 

hýrnar við náttfaðminn kvöldstjarnan smá,

ljós öldur glitra, litgeislar titra,

ljós englar vaka mér hjá.

 

Blikar mjallvefur, blómgyðjan sefur,

bundinn er fossinn og loftið er hljótt.

Ofar en fjöllin eilífðar höllin 

opnast á tindrandi nótt. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Lárus Thórarensen
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur