Skip to Content

Hló við í austurátt

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
14
Lengd í mín: 
2:55
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

Hló við í austurátt

upprunninn dagur,

leið upp á loftið blátt,

ljúfur og fagur.

Stjörnurar byrgðu brá

bljúgar og hljóðar, -

liljurnar litlu þá

lifnuðu óðar.

Hljómfagra hörpu sló

heiðló í grænum mó. –

Vöknuðu´ af værri ró

vonirnar góðar.

 

Loftblær í laufi þaut,

lék sér í víði, -

angaði´ úr engjalaut

ilmurinn þýði. –

Alein þar undir hól

undum við saman,

undum mót austri´ og sól,

ó, það var gama!

Bundum við tryggða-bönd,

bærðist á vörum önd,

gáfum þar hjarta´ og hönd

hálfrjóð í framan.

 

Gengum við hól af hól

hvíslandi´ í næði;

gaf okkur gjöful sól

gullhlaðin klæði.

Leiddumst við heim í hlað,

hjartansþrá fylgdum.

Pabbi kom okkur að, -

óðar við skildum.

Karlinn í kampinn hló,

kátur á öxl mér sló:

„Fengið var þarna þó

það sem við vildum!“

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson


Drupal vefsíða: Emstrur