Íslands lag
Lengd í mín:
3'40
Ár samið:
1914
Tóndæmi:
Texti / Ljóð:
Diddú og karlakórinn Fóstbræður syngja í tóndæminu
Stjórnandi er Árni Harðarson
Heyrið vella' á heiðum hveri,
heyrið álftir syngja' í veri.
Íslands er það lag.
Heyrið fljót á flúðum duna,
foss í klettaskorum bruna.
Íslands er það lag.
Eða fugl í eyjum kvaka,
undir klöpp og skútar taka.
Íslands er það lag.
Heyrið brim á björgum svarra,
bylji þjóta, svipi snarra.
Íslands er það lag.
Og í sjálfs þíns brjósti bundnar,
blunda raddir náttúrunnar
Íslands eigið lag.
Innst í þínum eigin barnmi,
eins í gleði' og eins í harmi,
ymur Íslands lag.
Hvar í riti:
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
PDF skjal:
Höfundur texta:
Grímur Thomsen