Skip to Content

Ættjarðarást

Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

 

 

A öllum löndum ég elska mest

mitt eigið land, og mér finnst það best.

Þar gæfu vann ég, þar gleði fann ég

og gæði flest.

 

Ég elska málið, svo hreint og hlýtt,

svo hvellt sem stálið og þó svo blítt.

Það menntun bar oss og blessun var oss

við blítt og strítt. 

 

Ég elska niðinn í stríðum straum,

og stormaflauminn í bylgjuflaum,

og loftið tæra og ljósið skæra

sem ljúfan draum.

 

Ég elska vorið með blóm við barm,

og bjartar nætur með sól við arm,

og skúrir dýrar og döggvar skírar

af dagsins hvarm.

 

 
Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Páll J. Árdal


Drupal vefsíða: Emstrur