Skip to Content

Tenor

Sofðu rótt er rósaflos

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
33
Lengd í mín: 
8:18
Ár samið: 
1915-1932
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Hermann Stefánsson og Kantötukór Akureyrar syngja í hljóðdæminu, tekið upp á æfingu


 

Sofðu rótt,

er rósa flos

á rúðunum frostið vefur, -

og gægist inn

um gluggann þinn

og guðvef breiðir á ársalinn

máninn á meðan þú sefur!

 

Svo hugljúf og vær er hvíldin þín:

   þú hvílir í draumi’ á rósum

með hálfluktum augum elskan mín,

   svo ástsæl hjá draummyndum ljósum.

-   Þú baðar sem barn í rósum.

 

Og gegnum blund

þú heyrir hljóm

frá hörpu minni gjalla,

þá kætist lund

   við létan óm

og lífsgleðin fyllir þig alla;

þér heyrist síð

um sumartíð

   söngur í hlíðum fjalla.

Af rúðunum frostrósir falla. –

Og ljósbúinn sér þú hvar ljúflinga her

      líður um iðgræna hjalla, -

með sumar boð

við sólarroð

í söngvum þeir á þig kalla.

- Að brjósti þér hægt ég mér halla! –

 

(Sofðu rótt,

er rósa flos

á rúðunum frostið vefur!

Sælli nótt,

söngva klið,

sælli frið,

að eilífu aldrei þú hefur!

Með skínandi krans

þig krýni’ ég í dans, -

ó, komum þá skjótt,

það er töfrandi nótt!

Ég er drottinn sá

er þitt draumland á, -

ég drotta þar meðan þú sefur!) *

*) fellt úr óratóríunni

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Nú kveð ég ljóð

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
19
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Nú kveð ég ljóð, sem orti’ ég forðum ungur

  til unnustunnar, hýr í vorsins næði;

það heyrði enginn annar þessi kvæði

  en ég og hún. – Það losnar fjötur þungur,

er sorgin hefur lagt í ljúfling sinn,

  við ljóðin glöðu, er minna’ á sælli daga;

  þau söng ég þegar sat ég úti í haga

um sumarkvöld með lambahópinn minn.

-   Ég söng þau, er dalgolan kyssti kinn

 á kærustu minni um vormorgna ljósa

 und ilmbjörkum grænum á litsblæjum rósa

með gulllokka flögrandi engilinn minn.

      ég kyssti, - en blómálfar blíðir mín ljóð

í blágresis-toppunum sungu. - -

   Nú flyt ég þér óðinn, mín elskaða þjóð,

með yl vorrar göfugu tungu!

  Í gleði og harmi þú bifaðir barm

á barninu þínu ungu!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þó stundum grund og giljum frá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
13
Lengd í mín: 
4:21
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

Þó stundum grund og giljum frá

            mér glaðlegt ómi strengja-spil

um æskugleði, ástarþrá,

um augu skær og hýr og blá,

það hljóma ómar aðrir þá,

            sem öllu betur heyri´ég til

            og einmitt ég alt of velskil!

                        Og hvar sem ég geng

                                    og hvert sem ég fer,

                        þó herði´ég minn streng,

                                    þeir óma hjá mér;

ég er borinn af ljúf-sárum, titrandi tónum,

            tónum, sem flýja ég vil.

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Á ég að dvelja?

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
4
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Á ég að dvelja hér aleinn og kyr?

ég andvarann spyr, sem þýtur við dyr,

og kveður grafljóð þín, góða mín,

við gluggann minn opna´og víða.

Á ég að bregða mér örskamma stund

í örstuttum blund á drottins míns fund

og lýsa´eftir þér og leita þín

í lundunum Edens hlíða? 

Ég óttast, að löng yrði leitin sú, -

mig líklega vantaði þolgæði´og trú,

og úr því hún varð ekki vakin nú

þá verður þess langt að bíða!

- Á „fjöldans veg“ ekki flækist þú,

fallega ljósið mitt blíða!

Nei, héðan skal hugurinn líða

til horfinna, sælli tíða! 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Sko háa fossinn hvíta (Úr Strengleikum)

Lengd í mín: 
2:22
Ár samið: 
1916
Texti / Ljóð: 

Karlakór Reykjavíkur syngur í tóndæminu

tenór sóló og dúett


 

Sko, háa fossinn hvíta,

sér hátt af stalla flýta!

Það er mér ljúft að líta

hve leikur hann sér dátt;

Við geislabogann gljáa,

hinn græna, rauða, bláa,

sér lyftir hríslan háa,

í himinloftið blátt.

Hún grær á litlum grænum blett, 

sú grund er rósum fagur sett,

og perlum rignir, rignir þétt

í runna smáa niður.

Við göngum þangað, góða mín,

í gulli sólar fossinn skín,-

þar bendir okkur beint til sín,

hinn bjarti ljúfi friður!

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Syngið strengir (Úr Strengleikum)

Ár samið: 
1916
Texti / Ljóð: 

 

Syngið, strengir, svellið, titrið,

syngið lengi, hljómið snjallt!

Blóm á engi, brosið , glitrið,

blómsveig tengið lífið alt!

Kystu, sól,

hríslu á hól,

hlæið, fjólur yndisbláar!

Hulda smá,

björt á brá

barnsins þrá eg vek þér hjá,-

opna grábergs hallir háar!

Hlustið til,

hér eg vil

hefja fjölbreytt strengjaspil!

Undir tekur enginn,

einn ég hræri strenginn! 

 

Hvar í riti: 
ÁTTATÍU OG ÁTTA KÓRLÖG (í alþýðlegum búnaði) útsett fyirir samkynja og ósamkynja raddir án undirleiks
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Leitið til hans

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
2
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Einsöngur

Leitið til hans, sem harmana skilur.

Huggun það veitir og sálar frið.

Sá hinn breyski brot sín kannist við,

og biðji einlægur guð um frið,

og flýi að hans föður hjarta.

Og hann mun þar hugsvölun finna.

Því leitið hans, sem harmana þekkir og skilur.

Og hann mun bjarga. 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti- BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

En hvað er það, sem þögnum veldur

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
7
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Tón. Síðu-Hallur. (Tenór)

En hvað er það sem þögnum veldur,

Þórhallur, ef getið er

Þiðranda til sæmdar sér,

sé þó ungur, vítt um fer

erlendis og heima hér. --

Þar um ertu hljóður heldur. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur