Skip to Content

Sopran

Heyr sólroðans barnanna söng

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
I. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
2
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þó að margt hafi breist

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
IX
Lengd í mín: 
2:48
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Páls P Pálssonar

Hljómsveitarútsetning: Hallgrímur Helgason. 


 

    IX

 

            Sópranó sóló

Þó að margt hafi breyzt síðan byggð var reist,

geta börnin þó treyst sinni íslensku móður.

Hennar auðmjúka dygð, hennar eilífa trygð

eru íslenzku bygðanna helgasti gróður.

Hennar auðmjúka dygð, hennar afl til að þjást

skal í annálum sjást, verða kynstofnsins hróður.

Oft mælir hún fátt, talar friðandi lágt.

Hinn fórnandi máttur er hljóður.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Sjá dagar koma

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
V
Lengd í mín: 
3:42
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar.

Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


 

     V.

            Sóló Sópranó.

 

Sjá, dagar koma, ár og aldir líða,

og enginn stöðvar tímans þunga nið.

Í djúpi andans duldir kraftar bíða.

Hin dýpsta speki boðar líf og frið.

Í þúsund ár bjó þjóð við nyztu voga.

Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk.

Í hennar kirkju helgar stjörnur loga,

og hennar líf er eilíft kraftaverk.

 

Sjá dagar koma from hljómblik Minningarsjóður BG on Vimeo.

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Eld og orð-þunga

Heiti verks: 
ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR
Númer í Kantötu: 
III
Ár samið: 
1929
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

ath í tóndæminu er mezzo sópran sem syngur

 

Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands

undir stjórn Páls Pampikler Pálssonar. Hljómsveitarútsetning Hallgrímur Helgason.   


 

     III.

 

Sóprano sóló

Eld og orðþunga

á íslensk tunga

fagra fjársjóði

falda í ljóði.

Of ísavetur

ornar fátt betur

allri ætt vorri

en Egill og Snorri.

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Siglum hægar, siglum hraðar

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
24
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Siglum hægar, siglum hraðar,

            svalan loftsins töfrastraum!

Okkur létta loftið baðar,

langt í burt, að foldar jaðar

            svífum tvö í sælum draum!

Hrærum gígjur, strengi stillum

strengjahljómi loftið fyllum,

            lífgum allt með gleði’ og glaum!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þegar vorperlan fyrsta vaknar

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
20
Lengd í mín: 
2:56
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Þegar vorperlan fyrsta vaknar

            af vetrrins þunga dvala,

þegar snjórinn á fjöllunum slaknar,

            og slagæðar grænkandi dala

svo líflega vaxa og leika sér dátt

            um landið í morgunsvala,

þá herði ég aftur minn strengjaslátt,

þá stælist minn kraftur við  vorsins mátt,

            við þig, ástin mín, eina ég tala!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Hló við í austurátt

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
14
Lengd í mín: 
2:55
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

Hló við í austurátt

upprunninn dagur,

leið upp á loftið blátt,

ljúfur og fagur.

Stjörnurar byrgðu brá

bljúgar og hljóðar, -

liljurnar litlu þá

lifnuðu óðar.

Hljómfagra hörpu sló

heiðló í grænum mó. –

Vöknuðu´ af værri ró

vonirnar góðar.

 

Loftblær í laufi þaut,

lék sér í víði, -

angaði´ úr engjalaut

ilmurinn þýði. –

Alein þar undir hól

undum við saman,

undum mót austri´ og sól,

ó, það var gama!

Bundum við tryggða-bönd,

bærðist á vörum önd,

gáfum þar hjarta´ og hönd

hálfrjóð í framan.

 

Gengum við hól af hól

hvíslandi´ í næði;

gaf okkur gjöful sól

gullhlaðin klæði.

Leiddumst við heim í hlað,

hjartansþrá fylgdum.

Pabbi kom okkur að, -

óðar við skildum.

Karlinn í kampinn hló,

kátur á öxl mér sló:

„Fengið var þarna þó

það sem við vildum!“

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Bíum, bíum barnið gott

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
IV
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

Bíum, bíum barnið gott,

bráðum kemur heldimm nótt.

Sælt er þá að sofa,

saklausum, vært og rótt. 

 

Bíum, bíum barnið gott,

bráðum kemur heldimm nótt.

Suma firrist svefninn,

sekum er hvergi rótt. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Sá ég fljúga svani

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
I
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

HEIÐUR:

Sá ég fljúga svani um heiðloftin há,

heyrði ég þá syngja mér hamingju spá.

Sá ég fljúga svani um suðlægan geim,

ef sungið ég gæti og flogið með þeim,

Ó, það væri gaman, - gaman. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Hve veðrið er indælt

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
I
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

 

HEIÐUR:

Hve veðrið er indælt, ó vornætur blíða.

Ég vil ekki sofna frá þessari dýrð.

Um vonanna heima mig langar að líða

og lífið að dreyma í heilagri kyrrð.

Hve sælt er að una við söngfuglakliðinn

og syngja um ástir og heimilisfriðinn.

- Ég hlakka til einhvers, sem enn er leynt

og oft finnst mér tíminn líða seint.

En þá verður gaman, - gaman. 

 

Heiður

HEIÐUR

Ungfrú Sigríður Stefánsdóttir í hlutverki sínu.

 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur