Flytjendur í tóndæminu: Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Páls P Pálssonar
Hljómsveitarútsetning: Hallgrímur Helgason.
IX
Sópranó sóló
Þó að margt hafi breyzt síðan byggð var reist,
geta börnin þó treyst sinni íslensku móður.
Hennar auðmjúka dygð, hennar eilífa trygð
eru íslenzku bygðanna helgasti gróður.
Hennar auðmjúka dygð, hennar afl til að þjást
skal í annálum sjást, verða kynstofnsins hróður.
Oft mælir hún fátt, talar friðandi lágt.
Hinn fórnandi máttur er hljóður.