Skip to Content

Solo

Siglum hægar, siglum hraðar

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
24
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Siglum hægar, siglum hraðar,

            svalan loftsins töfrastraum!

Okkur létta loftið baðar,

langt í burt, að foldar jaðar

            svífum tvö í sælum draum!

Hrærum gígjur, strengi stillum

strengjahljómi loftið fyllum,

            lífgum allt með gleði’ og glaum!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Hefði ég vængi

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
23
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Hefði’ ég vængi valsins fráa,

vinan kær, ég lyfti þér

upp í loftið ljósa, bláa,

liði yfir tindinn háa, -

            ó, ég skyldi skemmta mér!

Mig ég hvíldi á hæsta tindi,

            hvíldi mig við brjóstin þín, -

svifi móti sunnan vindi

seint og hægt í vorsins yndi,

þegar sól í suðri skín.

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þegar vorperlan fyrsta vaknar

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
20
Lengd í mín: 
2:56
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Þegar vorperlan fyrsta vaknar

            af vetrrins þunga dvala,

þegar snjórinn á fjöllunum slaknar,

            og slagæðar grænkandi dala

svo líflega vaxa og leika sér dátt

            um landið í morgunsvala,

þá herði ég aftur minn strengjaslátt,

þá stælist minn kraftur við  vorsins mátt,

            við þig, ástin mín, eina ég tala!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Nú kveð ég ljóð

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
19
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Nú kveð ég ljóð, sem orti’ ég forðum ungur

  til unnustunnar, hýr í vorsins næði;

það heyrði enginn annar þessi kvæði

  en ég og hún. – Það losnar fjötur þungur,

er sorgin hefur lagt í ljúfling sinn,

  við ljóðin glöðu, er minna’ á sælli daga;

  þau söng ég þegar sat ég úti í haga

um sumarkvöld með lambahópinn minn.

-   Ég söng þau, er dalgolan kyssti kinn

 á kærustu minni um vormorgna ljósa

 und ilmbjörkum grænum á litsblæjum rósa

með gulllokka flögrandi engilinn minn.

      ég kyssti, - en blómálfar blíðir mín ljóð

í blágresis-toppunum sungu. - -

   Nú flyt ég þér óðinn, mín elskaða þjóð,

með yl vorrar göfugu tungu!

  Í gleði og harmi þú bifaðir barm

á barninu þínu ungu!

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Og kotið litla

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
16
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Og kotið litla varð konungshöll

            og krýnd var hún þar sem drottning;

ég sýndi' henni kærleiks atlot öll

ég sýndi’ henni kærleiks atlot öll

            og einlæga, djúpa lotning.

Hún snerti heila míns hverja taug

og hjarta míns dýpstu strengi, -

þeim strengleikum ann ég og óðlög þau

            ég elska, - þau hljóma lengi!

 

* *  *

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Við gengum er morgunsins brosti brá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
15
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Við gengum, er morgunsins brosti brá

            og blástjarnan þorði´ ekki´ að vaka

á engjarnar, - ég var með orf og ljá,

            hún átti´ að fara´ að raka.

Og saman við gengum, er sólin rann

            og signdi hlíðina’ og bæinn;

ég tala sem fæst um teiginn þann,

            sem til var þá eftir daginn.

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þó stundum grund og giljum frá

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
13
Lengd í mín: 
4:21
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

Þó stundum grund og giljum frá

            mér glaðlegt ómi strengja-spil

um æskugleði, ástarþrá,

um augu skær og hýr og blá,

það hljóma ómar aðrir þá,

            sem öllu betur heyri´ég til

            og einmitt ég alt of velskil!

                        Og hvar sem ég geng

                                    og hvert sem ég fer,

                        þó herði´ég minn streng,

                                    þeir óma hjá mér;

ég er borinn af ljúf-sárum, titrandi tónum,

            tónum, sem flýja ég vil.

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Og nú er ég hugsa um horfna tíð

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
8
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Og nú, er ég hugsa´ um forna tíð,

í hjarta mér sviða´ ég kenni,

- þar æskan bjó saklaus og ástin var blíð

og aldrei um lífið var nokkurt stríð, -

þá byrgi ég augu´ og enni.

En einkum mér finnst, ef á þig er minnst,

sem út í fyrir mér renni! 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Við sáumst fyrst börn

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
5
Lengd í mín: 
3:18
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Við sáumst fyrst börn, þar sem bærinn minn

á brúnunum grænu stendur,

er útsynningarnir klappa´á kinn,

svo kúrulegur og stormbarinn; -

þar brosa við túnin  blómþakin,

þar blikar í fjarska´á háfjöllin,

sem rétta til himins hendur. -

Þar komstu með æskunnar árroða´ á kinn

sem engill af himni sendur!

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Á ég að dvelja?

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
4
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

Á ég að dvelja hér aleinn og kyr?

ég andvarann spyr, sem þýtur við dyr,

og kveður grafljóð þín, góða mín,

við gluggann minn opna´og víða.

Á ég að bregða mér örskamma stund

í örstuttum blund á drottins míns fund

og lýsa´eftir þér og leita þín

í lundunum Edens hlíða? 

Ég óttast, að löng yrði leitin sú, -

mig líklega vantaði þolgæði´og trú,

og úr því hún varð ekki vakin nú

þá verður þess langt að bíða!

- Á „fjöldans veg“ ekki flækist þú,

fallega ljósið mitt blíða!

Nei, héðan skal hugurinn líða

til horfinna, sælli tíða! 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur