Skip to Content

Þorkell Þunni

Ár samið: 
1957
Texti / Ljóð: 

 

Friðar biðjum vér Þorkeli þunna.

Þagnar er hann sestur við brunna,

óskemmtileg ævi mun vera

ekkert sér til frægðar gera.

Fyrrum hann í söngmanna sessi

sagt er gæti tekið á versi:

hábeljandi glumdi við gleði,

holufylltur naumast sér réði.

 

Hausinn upp að kórstaf hann keyrir,

kúgast svo úr nefinu dreyrir,

úr sér másar óskapa roku,

álikt dimmri leirhvera stroku.

Seinna var hann sóttur í kórinn

svartur var þá á honum bjórinn,

örendur og oltinn á hnakkann.

Á útgöngu verkinu sprakk hann.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Jónas Hallgrímsson


Drupal vefsíða: Emstrur