Skip to Content

Þú varst hreinni öllu

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
11
Lengd í mín: 
4:43
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 
Þú varst hreinni öllu, sem augað sá,
mín eina þrá.
Við blástrauma Rangár þú brostir hljóð, 
svo blíð og góð.
Ég heyrði þinn söng um sumarkvöld löng
er sólin skein, -
um dalanna son, um sólskin og von
þú söngst mér ein.
 
Nú er horfin æskan, ó Hulda mín, -
og heim til þín
ég aldrei kem framar: hin fagra dó!
Hvar finn ég ró?
Hvort syrgir þú mig, er sólroða slær
á salinn þinn?
Æ, siturðu´ er blikar nú blástjarnan skær, 
með bleika kinn? 
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson


Drupal vefsíða: Emstrur