Skip to Content

Solo

Bíum, bíum barnið gott

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
IV
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

Bíum, bíum barnið gott,

bráðum kemur heldimm nótt.

Sælt er þá að sofa,

saklausum, vært og rótt. 

 

Bíum, bíum barnið gott,

bráðum kemur heldimm nótt.

Suma firrist svefninn,

sekum er hvergi rótt. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Sá ég fljúga svani

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
I
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

HEIÐUR:

Sá ég fljúga svani um heiðloftin há,

heyrði ég þá syngja mér hamingju spá.

Sá ég fljúga svani um suðlægan geim,

ef sungið ég gæti og flogið með þeim,

Ó, það væri gaman, - gaman. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Leitið til hans

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
2
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Einsöngur

Leitið til hans, sem harmana skilur.

Huggun það veitir og sálar frið.

Sá hinn breyski brot sín kannist við,

og biðji einlægur guð um frið,

og flýi að hans föður hjarta.

Og hann mun þar hugsvölun finna.

Því leitið hans, sem harmana þekkir og skilur.

Og hann mun bjarga. 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti- BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

Unun og hlýja var inni

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
14
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Sóló (Mezzo-sópranó)

Unun og hlýja var inni,

úti gekk stormur og hregg,

haustsvalt með oddi og egg.

Næðandi viðu og negg.

Hlóð fyrir hlið og dyr

hríðefldur norðan byr. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Veit ég þinn arfi verður í starfi

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
8
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Sóló. Þórhallur spám. (Bassi)

Veit ég þinn arfi verður í starfi,

þjóðvaxtar þarfi, hinn þegnskapar djarfi.

Hnípi ég yfir hljóðum grun, --

hann er í hvarfi. 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Hjá ástvinum öllum

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
5
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

Sóló. Húsfreyja. (Sópran.)

Hjá ástvinum öllum, hjá ættingjum snjöllum

svo konum og körlum

(er kenna þig svo orku ramman

að létta skap og lífga gaman.)

Þið skerpið skemmti ræður,

og skarið fornar glæður.

Þið ljóðið lauf í skóginn

og lóuna í móinn,

og vermið svo veturinn

(að vorið ilmar gegnum snjóinn.) 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur