Skip to Content

Sóló - dúett - kór

Sóló, dúett, kór

Nú enn er komin aftanstund

Ár samið: 
1919
Texti / Ljóð: 

Uppkast frá vetrinum 1914-15 en hreinskrifað með talsverðum breytingum 1919. Mikið notað sem stólvers í Sambandskirkjunni í Winnipeg hin næstu ár og sungið af Kirkjukór Akureyrar á aldarafmæli séra Valdimars Briem 1. feb. 1948 og oftar við hátíðleg tækifæri.


Dúett og kór með sóló fylgirödd (obligato) og undirspili.

Sópran I og II dúett

Nú enn er komin aftanstund

og allt er kyrrt og hljótt:

Oss aftankyrrðin boðar blund

og býður góða nótt.

 

En svo vér getum sofnað rótt

þarf sálin ró og frið.

Hver getur fengið góða nótt

sinn Guð ei sáttur við?

 

Sópran sóló (obligato) og kór

Í kvöld oss hæga hvílu bú

og hollan gef oss frið.

Í nótt og allar nætur þú

oss nauðum forða við.

 

Í kvöld oss alla náða nú;

í nótt oss vertu hlíf.

Með nýjum degi náð veit þú

oss nýtt að byrja líf.

 

Sópran yfirrödd

Gef oss Drottinn góðar nætur.

Góða nótt. Góða nótt.

 

Kór

Á hinsta kvöldi hjá oss ver/ (Gef oss Drottinn góðar nætur.)

og heim oss leið til þín,

þar fagur dagur ætíð er/ (Gef oss Drottinn góðar nætur.)

og eilíf sólin skín.

Gef oss drottinn góðar nætur. / (Góða nótt ... góða nótt.)

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Valdimar Briem

Drottinn, ó, Drottinn vor

Ár samið: 
1931
Texti / Ljóð: 

 

Sópran sóló

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dagarnir líða.

Allt er að breytast, en aldrei þú.

Vert þú oss veikum hlíf,

vernda þína arfleifð,

að þú oss líknandi ljósi snú.

 

Alt og Tenór dúett

 

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dagarnir líða.

 

Sópran, Alt og Tenór tríó

 

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dagarnir líða.

 

Kór

Drottinn, ó, Drottinn vor.

Dýrð þína að efla,

göfga þig einan æ,

gef oss náð,

vinna þitt verk á jörð,

vera þér til dýrðar.

Vegsami einan þig

allt vort ráð.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð

Sko háa fossinn hvíta (Úr Strengleikum)

Heiti verks: 
SRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
29
Lengd í mín: 
3:48
Ár samið: 
1915-1932
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Syngið strengir

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
18
Lengd í mín: 
7:18
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 

Syngið, strengir, svellið, titrið,

syngið lengi, hljómið snjallt!

Blóm á engi, brosið , glitrið,

blómsveig tengið lífið alt!

         Kystu, sól,

         hríslu á hól,

hlæið, fjólur yndisbláar!

         Hulda smá,

         björt á brá

         barnsins þrá ég vek þér hjá,-

opna grábergs hallir háar!

         Hlustið til,

         hér eg vil

         hefja fjölbreytt strengjaspil!

Undir tekur enginn,

einn ég hræri strenginn! 

 

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Sjá öræfin

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
6
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Sópran:

Sjá! Öræfin og hið gróðursnauða land verður grænt.

Það mun fæða blómstur fríð og fagna sælli tíð.

Sjálfur guð hjá mönnum hefur heimkynni reist,

og hjá þeim vill hann dvelja, 

og þeir hans þegnar verða.

 

Sópran og tenór:

Guð mun hugga þann, hvers harmur er sár,

og hryggð hins grátna í fögnuð snúa.

 

Karlakór:

Þar mun ei ríkja hel, eður þrautatár þjaka.

Þá mun liðin hjá öll reynslutíð.

 

Kór:

Guð mun hugga þann hvers harmmur er sár,

og hrygð hins grátna í fögnuði snúa.

Þar mun ei ríkja hel, eður þrautatár þjaka.

Þá mun liðin hjá öll reynslutíð. 

 

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti -BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða

Fyrst sumrinu hallar um sinn

Heiti verks: 
Örlagagátan
Þátttur númer: 
Fyrri þáttur
Númer í Kantötu: 
3
Ár samið: 
1927 - 1933
Texti / Ljóð: 

(Síðuhallur, húsfreyja og heimafólk).

Fyrst sumrinu hallar um sinn,

þá setjumst við þéttara inn

að langelda þýðunni, Þórhallur minn.

(Og hraðfleyg) ef árin vor eldast,

Skal æskan vor (samt) ekki kveldast,

En varmara nærtengjast vinahópurinn. - -

- - Til jólaboðs míns, vinur, þig ég vinn. 

 

Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur