Skip to Content

Forspil

Forspil

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Þátttur númer: 
I
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

(Prestkonan sefur í rúminu og Heiður dóttir hennar á fyrsta ári í vöggunni. Norn, grimmúðleg í fasi, birtist skyndilega, eins og hún komi gegnum húsgaflinn.)

DÓLGARNIR:

Tíð er flá. Tökum á,

töfrum auðargná.

Allt um kring Undirbyng

dátt er dansinn stiginn.

 

Hringagná hruma svá

hrekjum solli frá,

úti á rist, uns hún snýst,

tryllt af glaumsins táli.

 

Tíðin flá telur svá

tölum, auðargná,

sem var fyrst sætt um kysst,

- Síðan hýst á báli.

 

ÓSÝNILEGUR KÓR:

Hér mun á stríða seiður, - seiður.

Sárt er að líða grandið

bíður í bjargi sveinn,

öllu sakleysi reiður, - reiður.

Remmir hann seið í helli einn

og herjar á landið, - landið.

 

Vel máttu vaka, verði ei neitt til saka.

Þungir draumar þjaka, og því muntu vaka. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson

Forleikur

Heiti verks: 
SKRÚÐSBÓNDINN söngleikur
Ár samið: 
1941
Texti / Ljóð: 

(Draumur prestkonunnar.)

Svefnherbergi presthjónanna á Hólmum í Reyðarfirði. Það er súðherbergi, í íslenskum baðstofustíl, séð að endilöngu. Rúm undir súðinni hægra megin framantil á leiksviðinu og snýr höfðagafl að áhorfendum. Framan við rúmstokkinn höfðagaflsmeginn er barnavagga. Á súðinni vinstra megin eru tveir gluggar. Undir henni, milli glugganna er stór kista og stóll við framgafl hennar. Fleiri munir eru ekki í herberginu. Lágnætti í júní. Fer fram fyrstu nóttina, sem presthjónin eiga heima á Hólmum. 

Hvar í riti: 
Skrúðsbóndinn
Höfundur texta: 
Björgvin Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur