Sigríður Schöth og Hermann Stefánsson syngja í tóndæminu
Við sitjum í rökkri, - þú raular lágt;
á rúðurnar tunglsljósið skýn,
í ljósaskiftunum hljómar hátt
og húminu gígjan mín.
Um haustkvöldin harmblíð og fögur,
svo halla’ ég mér brjósti þér að,
og segi þér fallegar sögur,
og syng um þig, góða mín, bögur,
þér þykir svo vænt um það! - - -
(þú mátt, haust,
herða raust!
Harpan mín kemst hærra en þín,
hún hljómar endalaust!*)
*) texti innan sviga er felldur niður í söngdrápunni)