Skip to Content

Dúett

Hann Tosti

Ár samið: 
1925
Texti / Ljóð: 

 

Við stafinn Tosti talar sinn, hann Tosti.

„Er traustur ísinn, stafur minn?“ kvað Tosti.

Í nístandi frosti.

Og stafurinn  talar Tosta við:

„Þú Tosti. Hvort traust er svellið vittu til, þú Tosti.“

Í gnístandi frosti.

Hann Tosti út á ísinn gekk, hann Tosti.

Og illa skvompu þegar fékk, hann Tosti.

Í gnístandi frosti.

Hvar í riti: 
SJÖTÍU OG SJÖ SÖNGVAR handa barna- og kvennakórum
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein

Nú andar suðrið

Ár samið: 
1936
Texti / Ljóð: 

 

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,
blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
 
Hvar í riti: 
Óútgefið handrit á handritasafni Landsbókasafnsins og hjá Íslenskri Tónverkamiðstöð
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Jónas Hallgrímsson

Sveima um brot af súlnagöngum

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
III. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
36
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Bak við Alpafjöll

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
III. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
28
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
FRIÐUR Á JÖRÐU Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Hljómur Serafa svíf

Heiti verks: 
FRIÐUR Á JÖRÐU
Þátttur númer: 
I. ÞÁTTUR
Númer í Kantötu: 
4
Ár samið: 
1917
Hvar í riti: 
Íslensk Tónverkamiðstöð
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Við sitjum í rökkri

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
32
Lengd í mín: 
4:29
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

Sigríður Schöth og Hermann Stefánsson syngja í tóndæminu


 

Við sitjum í rökkri, - þú raular lágt;

  á rúðurnar tunglsljósið skýn,

í ljósaskiftunum hljómar hátt

  og húminu gígjan mín.

Um haustkvöldin harmblíð og fögur,

  svo halla’ ég mér brjósti þér að,

og segi þér fallegar sögur,

og syng um þig, góða mín, bögur,

  þér þykir svo vænt um það! - - -

(þú mátt, haust,

herða raust!

  Harpan mín kemst hærra en þín,

hún hljómar endalaust!*)

*) texti innan sviga er felldur niður í söngdrápunni)

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur