Skip to Content

Dúó

Syng þú mér nú ljúflingslag

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Annar þáttur
Númer í Kantötu: 
26
Lengd í mín: 
3:22
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 

 

 

Syng þú mér nú ljúflings-lag,

         liðið er á dag!

Allt er röðulgulli gyllt,

góða, syngdu ljúft og milt

         við minn strengjaslag!

Syngdu’ um æsku, ást og tryggð,

okkar kæru dala-byggð,

         syngdu’ um sólarlag!

 

Sitjum þarna, unum ein

         upp við þennan stein!

Röddin þín er þýð og veik,

þessum hæfir gæugjuleik,

          en svo undurhrein. –

Skyldi læra lögin þín,

litli fuglinn, góða mín,

          þarna’ á grænni grein?

 

Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þú varst hreinni öllu

Heiti verks: 
STRENGLEIKAR
Þátttur númer: 
Fyrsti þáttur
Númer í Kantötu: 
11
Lengd í mín: 
4:43
Ár samið: 
1915-1932
Texti / Ljóð: 
 
Þú varst hreinni öllu, sem augað sá,
mín eina þrá.
Við blástrauma Rangár þú brostir hljóð, 
svo blíð og góð.
Ég heyrði þinn söng um sumarkvöld löng
er sólin skein, -
um dalanna son, um sólskin og von
þú söngst mér ein.
 
Nú er horfin æskan, ó Hulda mín, -
og heim til þín
ég aldrei kem framar: hin fagra dó!
Hvar finn ég ró?
Hvort syrgir þú mig, er sólroða slær
á salinn þinn?
Æ, siturðu´ er blikar nú blástjarnan skær, 
með bleika kinn? 
 
 
Hvar í riti: 
Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Svo skyldi maður

Heiti verks: 
TIL KOMI ÞITT RÍKI - Helgikantata
Númer í Kantötu: 
4
Ár samið: 
1924
Texti / Ljóð: 

Svo skyldi maður af mildi ör,

eins og móðir, sem barni sínu hjúkrar.

Sem vatnið, er vökvar skrælþurrt engi,

skal hann verja lífi sínu í þarfir náungans.

Sem ljósið er vermir allt og vekur,

skal hann varpa kærleiks geislum á æfibraut hans.

Sá sem heilskygn er, hann sjái hvað hann sér,

sá sem heyrn er léð, hann heyri hvað hann heyrir.

Þá mun opnast æðra svið, og innreið halda,

friður að á jörðu.

Já, þá mun loksins himins opnast hlið.

Þá mun halda innreið friður á jörðu.

Hvar í riti: 
Til komi þitt ríki, fjölritað hefti
Höfundur texta: 
Biblíutexti -BG íslenskaði þó ekki sé beinlínis um þýðingu að ræða
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur