Skip to Content

Söngvísur og smálög

My soul is dark

Ár samið: 
1956
Texti / Ljóð: 

 

Láttu nú strengi gígju gjalla,

geigvænu myrkri felst mín önd.

Svífa lát ástaróminn snjalla

að eyrum mér frá þinni hönd.

Búi hryggð í barmi sárum

blítt hana veki kvakið þitt.

Hvarminn lát döggvast huldum tárum,

höfuð svo þau ei brenni mitt.

 

 

 


                    My soul is dark - Oh! quickly string 
                        The harp I yet can brook to hear; 
                    And let thy gentle fingers fling 
                        Its melting murmurs o'er mine ear. 
                    If in this heart a hope be dear, 
                        That sound shall charm it forth again: 
                    If in these eyes there lurk a tear, 
                        'Twill flow, and cease to burn my brain.

                    But bid the strain be wild and deep, 
                        Nor let thy notes of joy be first: 
                    I tell thee, minstrel, I must weep, 
                        Or else this heavy heart will burst; 
                    For it hath been by sorrow nursed, 
                        And ached in sleepless silence, long; 
                    And now 'tis doomed to know the worst, 
                        And break at once - or yield to song. 
 

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Byron
Höfundur - annar: 
Kristján Jónsson þýddi

Hjarðmeyjan

Ár samið: 
1944
Texti / Ljóð: 

 

Fram til fjalla, fagran heyrði ég óð.

Sætum salir Huldu

samkveð rómi guldu.

Á heiði lengi, hlustadi ég stóð.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Mitt er ríkið

Ár samið: 
1939
Texti / Ljóð: 

 

Mitt er ríkið, ríkið ljóss og vona,

röðulveldi dætra minna og sona.

Íslands ungu barna er ég leiðarstjarna

sigurdís til sókna þeirra og  varna.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þorkell Þunni

Ár samið: 
1957
Texti / Ljóð: 

 

Friðar biðjum vér Þorkeli þunna.

Þagnar er hann sestur við brunna,

óskemmtileg ævi mun vera

ekkert sér til frægðar gera.

Fyrrum hann í söngmanna sessi

sagt er gæti tekið á versi:

hábeljandi glumdi við gleði,

holufylltur naumast sér réði.

 

Hausinn upp að kórstaf hann keyrir,

kúgast svo úr nefinu dreyrir,

úr sér másar óskapa roku,

álikt dimmri leirhvera stroku.

Seinna var hann sóttur í kórinn

svartur var þá á honum bjórinn,

örendur og oltinn á hnakkann.

Á útgöngu verkinu sprakk hann.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Jónas Hallgrímsson

Úr andvökusálmi

Ár samið: 
1957
Texti / Ljóð: 

 

Komdu dagsljósið dýra,

dimmuna hrektu brott.

Komdu heimsaugað hýra,

helgan þess sýndu vott,

að ætíð gjörir gott,

skilninginn minn að skýra,

skepnunni þinni stýra.

Ég þoli ei þetta dott.

 

Guðað er nú á glugga.

Góðvinur kominn er

vökumanns hug að hugga.

Hristi ég nótt af mér,

uni því eftir fer

Aldrei þarf það að ugga:

aumlegan grímu skugga

ljósið í burtu ber.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Jónas Hallgrímsson

Aldrei skal ég eiga flösku

Ár samið: 
1957
Texti / Ljóð: 

 

Aldrei skal ég eiga flösku,

aldrei drekka brennivín.

Aldrei reiða ull í tösku,

aldrei bera tóbaksskrín.

Aldrei róa, aldrei slá,

aldrei neinni/ neinum sofa hjá.

Aldrei vaka, aldrei sofa,

aldrei neinu góðu lofa.

Aldrei róa, aldrei slá,

aldrei neinni/ neinum sofa hjá.

Aldrei skal ég eiga flösku,

aldrei neinni/ neinum sofa hjá.

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
Höfundur texta: 
Gamall húsgangur

Að sumbli

Ár samið: 
1959
Texti / Ljóð: 

söngvísa


 

Hver sólbjört meyja sofnuð er

og sefur vært og rótt:

Vér skulum, sveinar sitja hér

að sumbli' í alla nótt.

Þótt allt sé annað dauft og autt og hljótt,

vér glymja látum ungan óð í alla nótt.

 

Sem vinir tökum vinarhönd

og vaki saman drótt,

því senn mun ljóma sól um lönd

og sigruð flýja nótt.

Því treystum allir enn, að Íslandsþjóð

hún eigi framtíð: föng og menn með framgjarnt blóð.

 

 

Hvar í riti: 
Óútgefið- Íslensk tónverkamiðstöð- Handritasafn Landsbókasafnsins
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Hannes Hafstein
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur