Diddú og drengirnir á ferð í Kanada - Nýr diskur
Fyrir stuttu var hópnum „Diddú og drengirnir“ boðið að koma til Kanda og halda tónleika á vegum háskólans i Manitoba. Á efnisskránni voru lög og ljóð eftir vestur- íslensk skáld og íslensk/ vestur-íslensk tónskáld sem störfuðu um tíma í vesturheimi, þar á meðal voru nokkur sönglög eftir Björgvin Guðmundsson. Tónleikarnir fóru fram í FIRST LUTHERAN CHURCH, WINNIPEG.
Svo skemmtilega vill til að í þessari sömu kirkju árið 1926, flutti Björgvin helgikantötu sína TIL KOMI ÞITT RÍKI / Ad veniat regnum tuum í fyrsta sinn og mun sá flutningur hafa vakið svo mikla og góða athygli á honum sem tónlistarmanni að vestur-íslendingar hófu söfnun og styrktu Björgvin til náms í The Royal College of Music í London.
Í tilefni að þessari menningarferð Diddúar og drengjanna hefur verið gefinn út geisladiskur og í bók sem fylgir er fróðleikur um íslensk ljóða og tónskáld, lagasmiði og tónlistarlíf meðal íslendinga sem fluttu til Vesturheims.
Diddú og drengirnir eru:
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran Sigurður Ingvi Snorrason & Kjartan Óskarsson klarinett
Emil Friðfinnsson & Þorkell Jóelsson horn Brjánn Ingason & Björn Árnason fagott
Nánar um efnisskrána og tónskáldin hér:
http://umanitoba.ca/faculties/arts/departments/icelandic/media/icelandic...