Skip to Content

e1 -g2

Nótt

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

 

Nú máttu hægt um heiminn líða,

svo hverju brjósti verði rótt,

og svæfa allt við barminn blíða,

þú bjarta heiða júlínótt.

 

Og gáttu vær að vestursölum,

þinn vinarljúfa friðarstig,

og saklaus ást í Íslands dölum

um alla daga blessi þig.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson

Í Dalnum

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

 

Í Dalnum

Við sjóinn frammi lengur ég ei undi.

Önd mín þráði söng í birkilundi.

Upp frá ægi svala einn ég gekk til dala,

við mér blasti fegurð fjallasala.

 

Þá sat ég þar und viðarrunni vænum.

Var sem heyrði´ ég rödd í sunnan blænum:

Upp við hamrahliðin heyrðu fuglakliðinn 

saman blandast ljúft við lækjaniðinn.

 

Ef kominn ertu hryggur heims úr glaumi.

Hér er rótt hjá mínum bláa straumi.

Upp við hamrahliðin heyrðu lóu kliðinn

blandast angur blítt við lækjaniðinn.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Mánadísin

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

Ég sé þig koma á móti mér, er máninn skín.

Og varpa töfraljóma og lífi á löndin mín.

Lokkar þínir glitra eins og gylltur foss.

Á vörum þínum mjúku sefur sólarkoss.

 

Ég þrái hvíld og kyrrð hjá þér sem kaldur skjól

og mildu, björtu brosin þín sem blindur sól.

Mitt himnaríki finnst mér vera faðmur þinn;

þar er ég sæll, þar fann ég Guð í fyrsta sinn.

 

Í minninganna mánaskini mæti ég þér,

þar vekur allt til ljóða og lífs sem liðið er.

Úr sænum rísa aftur mín óskalönd

og eins og forðum leiðir þú mig við þína hönd. 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Svíf þú fugl

Lengd í mín: 
2:10
Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Svíf þú fugl yfir sævardjúpið víða,

senn tekur dimma af nótt.

Hnigin til viðar er heimsins sólin fríða,

hallar nú deginum skjótt.

 

Skundaðu heim til að hitta þinn maka,

hreiður og ungviði smátt.

Komirðu á morgun, minn kæri, til baka,

kvaka í eyra mitt dátt. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson

Ave Maria

Lengd í mín: 
3:45
Ár samið: 
1936
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Sigrún Hjálmtýsdóttir -Diddú syngur í hljóðdæminu

Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó


 

Ave Maria. Gratia plena.

Dominus tecum Benedicta tu.

In muli eri bus. Et benedictus.

Fructus ventris tui, Jesus.

Ave Maria. Gratia plena.

Sancta Maria. Matern æterni.

Ora pro nobis. 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
PDF skjal: 
Höfundur texta: 
Latnesk bæn
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur