Skip to Content

c1 - g2

c1 - g2

Svanasöngur Kolbeins Tumasonar

Ár samið: 
1938
Texti / Ljóð: 

 

Heyr þú himnasmiður,

hvers er skáldið biður.

Kom í mjúk til mín

miskunin þín.

Því heiti´ ég á þig

þú hefur skapaðan mig.

Ég er þrællinn þinn.

Þú ert drottinn minn.

 

Guð heit ég á þig

að þú græðir mig.

Minnstu mildingur mín.

Mest þurfum þín.

Ryddu röðla gramur,

ríklyndur og framur,

hölds hverri sorg

úr hjartaborg.

 

Gættu, mildingur mig,

mest þurfum þín,

hölds hverja stund

á höldagrund.

Sendu meyjarmögur

málsefnin fögur.

Öll er hjálp af þér

í hjarta mér.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Kolbeinn Tumason

Söngur Björns (úr sjónleiknum Fróðá)

Ár samið: 
1937
Texti / Ljóð: 

 

Ég veit að enn er langt í land

og liðið gerist þreytt,

og kannski fram að Fróðársand

loks flýtur sprekið eitt.

 

Það sakar ekki heldur hót,

því hugur minn á stefnumót,

mun svífa djarft um sollin höf,

þótt sigi skip í vota gröf.

 

Ég kannast við hinn góða gest,

er gisting hjá þér hlaut:

Af öllum þó á beði best,

ég blíðu þína naut.

 

Þótt aðrir bændur ættu þig

og einn ég færi´ um refilsstig,

ég skeytti´ ei hót um boð né bann,

því best þú kysstir sekan mann.

 

Ég elska þig, ég elska þig,

því yfir mér og kringum mig

er sífellt æskusvipur þinn

á sveimi hljótt um bústað minn.

 

Þér vindar, treystið stöng og stög,

þér stormar, herðið skrið.

Því faðmlög eru einu lög,

sem ástin kannast við.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jóhann Frímann

Móðursorg

Heiti verks: 
Móðursorg
Þátttur númer: 
I, II og III
Ár samið: 
1929
Texti / Ljóð: 

 

I. SEM ÓSUNGIÐ HARM-LJÓÐ

 

Sem ósungið harmljóð í hjartað inn sig húmið grefur,

er engilinn sinn, þann hjartfólgna einasta vin,

hún örmum vefur

við náttlampans skin.

Og kvíðinn og treginn kvelur önd,

er kyssir hún sofandi barnsins hönd.

 

II. HVERT ANDVARP HENNAR

 

Hvort andvarp hennar sem ljóð og lag.

Á lágstriltri hörpu ég kenni.

Sem þögnin og höfugt hjartaslag,

í hljómbylgju saman renni.

Og sál hennar verði söngbæn hljóð

er sveitin drýpur af enni.

 

III. LÁTTU EKKI GUÐ MINN LJÓSIÐ MITT

 

Láttu´ ekki guð minn ljósið mitt

ljósið mitt deyja frá mér.

Einasta hjartans yndið mitt.

Augasteinninn og lífið mitt.

Lof mér að hafa það hjá mér.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Guðmundur Guðmundsson

Þótt þú langförull legðir (úts. fyrir einsöng)

Lengd í mín: 
1:05
Ár samið: 
1918/1931
Texti / Ljóð: 

Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu

Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó


Til eru útsetningar fyrir einsöng, karlakór og barna- eða kvennakór

Til Vestur Íslendinga

 

Þótt þú langförull legðir

sérhvert land undir fót.

Bera hugur og hjarta,

samt þíns heimalands mót.

Frænka eldfjalls og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós,

sonur landvers og skers.

 

Yfir heim eða himin,

hvort sem hugar þín önd,

skreyta fossar og fjallshlíð

öll þín framtíðarlönd.

Fjarst í eilífðar útsæ

vakir eylendan þín.

Nóttlaus vorladar veröld,

þar sem víðsýnið skín.

 

Það er óskaland íslenskt

sem að yfir þú býr.

Aðeins blómgróin björgin,

sérhver baldjökull hlýr.

Frænka eldfjalls og íshafs,

sifji árfoss og hvers,

dóttir langholts og lyngmós,

sonur landvers og skers. 

 
 
Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Stephan G. Stephansson

Ég þig tilbið

Ár samið: 
1923
Texti / Ljóð: 

Ég þig tilbið, ég þín leita,

ómaklegan þó mig finn;

æ, virst þú mig aumum veita,

endurnæring, drottinn minn.

Til þín mæmi ég,

taktu mig í faðminn þinn. 

 

Sólin hylst í hafsins djúpi

hennar sýrð nú hverfur mér;

jörðin sveipast sorta hjúpi,

samt er, drottinn, bjart hjá þér. 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Sr. Páll Jónsson

Sjómannabæn

Ár samið: 
1932
Texti / Ljóð: 

Þú, sem fósturfoldu vefur

fast að þínum barm,

svala landið sveipað hefur

silfur björntum arm. 

 

Ægir blái Snælands sonum sýndu 

Snægðar mynd.

Heill þer bregstu ei vorum vonum

vertu oss bjargar lind. 

Hvar í riti: 
Sextíu og sex einsöngslög
Höfundur texta: 
Steingrímur Thorsteinsson
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur