Skip to Content

c1 - f2

Kæra vor

Lengd í mín: 
1:38
Ár samið: 
1933
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Tóndæmi flytja Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari

 

Kæra vor, þú blessar enn í bæinn.

Börnin taka kát í þína hönd.

Þú tókst með þér sunnan yfir sæinn

sólskinskvöld og blóm á fjall og strönd.

Tíndu til hvern geisla sem þú getur,

gefðu hverjum bros í augun sín.

Hvernig ættu að vaka heilan vetur

vonir okkar, nema bíða þín?

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson

Dauðs-manns-sundið

Lengd í mín: 
2:44
Ár samið: 
1925
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Hreinn Pálsson syngur í tóndæminu

 

Hún greifafrúin á för yfir Rín

í farkosti léttum og tunglið skín.

Við þernuna sína segir hún þá:

„Hvort sérðu náina fjóra og þrjá,

sem eftir oss leita sér áfram að fleyta?“

En dapurt er dauðsmanns sundið.

 

„Svo vondjarfur riddari var þeirra hver.

Þeir vöfðust með ástum að brjósti mér,

og sóru mér tryggð. En til tryggingar því,

að trúnaðarbrigðum ei lentu þeir í,

ég ört lét þá falla í elfuna falla.“

Því dapurt er dauðsmanns sundið.

 

Og þernan fölnar, en frúin hlær,

og fláan ber hláturinn næturblær

og náirnir gopast niður á hupp

og naglbláa rétta þeir fingurna upp

til eiðspjalls. Þeir banda og augun standa.

Svo dapurt er dauðsmanns sundið.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Heine, Hannes Hafstein þýddi

Kæra vor

Ár samið: 
1933
Texti / Ljóð: 

Eyjólfur Eyjólfsson syngur í tóndæminu,

Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó


 

Kæra vor þú blessar enn í bæinn,

börnin taka kát í þína hönd,

þú tókst með þér sunnan yfir sæinn

sólskinskvöld og  blóm á fjall og  strönd.

 

Tíndu til hvern geisla sem þú getur,

gefðu hverjum bros í augu sín.

Hvernig ættu´ að vaka heilan vetur

vonir okkar nema bíða þín.

 

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Þorsteinn Erlingsson

Söngur Þuríðar (úr sjónleiknum Fróðá)

Lengd í mín: 
5:27
Ár samið: 
1938
Tóndæmi: 
Texti / Ljóð: 

Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur í tóndæminu

Guðmundur Jónsson leikur á píanóið

 

Í fjörusandi bláum ég fornar slóðir rek,

ég fleyti gömlum skeljum og tíni brotin sprek,

á grónum leiðum sit ég ein í sorgum.

Og þó er leit mín bannfærð og sérhver minning sek,

er sveimar yfir þessum hrundu borgum.

 

Ég man, að kveldsins eldur á háum heiðum brann,

en húmsins myrka elfur gegnum skógarkjarrið rann,

er svanur hvarf til fjalls af fjörusandi

ég tíndi hvítu fjaðrirnar, sem féllu þegar hann

til flugs sig hóf og bjarta vængi þandi.

 

Ég vet að heima´ er beðið og vinir fagna mér,

og vorið nýja kallar senn og býður fylgd með sér

og lætur um sig leika hlýja strauma.

En þessar hvítu fjaðrir við brjóst mitt enn ég ber

sem bjarta minning fyrstu ástardrauma.

 

Hvar í riti: 
SEXTÍU OG SEX EINSÖNGSLÖG
Höfundur texta: 
Jóhann Frímann
Syndicate content


Drupal vefsíða: Emstrur