Þú leggur aftur leiðr,
mitt ljúfa kvöld hér inn
og blæju´ á þilin breiðir
og bókaskápinn minn.
Og aðeins hæstu hljóma
ég heyri´ af lífsins söng
sem gamla unaðsóma
um aldin kirkjugöng.
Ég kenni kæran skara
í kórnum, æsku frá.
Þeir koma, kveðja fara
sem kyrr og straumlygn á.
Ég þykist brosið blíða
á bernskudraumum sjá.
Og látna vini líða
ég lít í móðu hjá.
Drupal vefsíða: Emstrur