Íslendingadagurinn er haldinn hátíðlegur í Kanada og yfirleitt 2. ágúst ár hvert. Á þeim tíma sem Björgvin bjó í Kanada var mikil áhersla lögð á kórsöng og jafnan stofnaður sérstakur kór sem æfði söng af þessu tilefni. Eftir því sem Björgvin sýndi meiri tilburði í þá átt að semja tónlist, og lög voru flutt eftir hann í ríkari mæli, varð hann eftirsóttur sem söngstjóri og því oft leitað til hans í sambandi við Íslendingadaginn.