Skip to Content

Velkomin á vefsíðu Minningarsjóðs Björgvins Guðmundssonar tónskálds

Vefsíðu þessari er ætlað að halda utan um tónverk Björgvins Guðmundssonar þannig að þau verði aðgengileg á rafrænu formi. Hér á forsíðunni er hægt að finna lög Björgvins eftir stafrófsröð en undir flipanum verk eru tónverkin flokkuð. Unnið er að því að setja upp gagnagrunn þannig að leita má eftir ýmsum flokkum s.s. einsöngslögum, dúettum og terzettum (undir sönglög fyrir sólóraddir), kórum, sálmum og fleiru. Hægt verður að sjá í hvaða tónhæð sönglögin eru, hlusta á tóndæmi (þegar þau eru til) og fá sýnishorn af lögunum. Einnig verður hægt að skoða texta laganna.

Þónokkuð er komið inn af efni og mun bætast við gagnagrunninn hægt og bítandi. Auk gagnagrunnsins má svo líta ýmsan fróðleik, efni sem Björgvin hefur sjálfur skrifað og myndir með viðbótarefni til gamans.


Minningarsjóðurinn var stofnaður þann 17. janúar árið 2000 í Reykjavík.

Að sjóðnum standa nokkrir áhugamenn um tónlist Björgvins og er tilgangurinn sá að stuðla að útgáfu, flutningi og kynningu á verkum hans.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að leita stuðnings listamanna, velunnara, útgáfufélaga og annarra.

Í stjórn Minningarsjóðsins eru:

Björgvin R. Andersen, formaður: bjorgvin.r.andersen@gmail.com

Karl Andersen, gjaldkeri: andersen@landspitali.is

Fríða B. Andersen, ritari og umsjónarmaður vefsíðu: bonnie@mmedia.is

 

Eftir Björgvin liggja fjölmörg verk (5-600) og hefur aðeins hluti þeirra verið gefinn út enn sem komið er. Meðal þekktari verka Björgvins má nefna Íslandslag við kvæði Gríms Thomsen (Heyrið vella á heiðum hveri) og Þei, þei og ró, ró við samnefnt kvæði Gests.

Þann 26. apríl 2011 voru liðin 120 ár frá fæðingu Björgvins og hefur þessara tímamóta verið minnst m.a. með hátíðahöldum á Akureyri þ. 10 apríl, útgáfu ævisögu hans og opnun þessarar vefsíðu. 
 
 
Í tilefni af afmælishátíðinni lét Minningarsjóður BG talsetja kvikmynd eftir Vigfús Sigurgeirsson og var Þorleifur Hauksson fenginn til verksins. Kvikmyndin er um 15 mín. löng og lýsir söngför Kantötukórs Akureyrar til Norðurlandanna 1951. Textinn var unninn úr ferðalýsingu Sverris Pálssonar sem tók þátt í ferðinni. 
 
Hér að neðan má sjá örstutt brot úr kvikmyndinni, sem er í vörslu og eigu Kvikmyndasafns Íslands.  Þar má auk Kantötukórsins sjá Björgvin ásamt Fritz Weisshappel og Áskeli Jónssyni.
Fleiri myndbönd eru hér við tónlist eftir Björgvin.

 

 
 
 


Drupal vefsíða: Emstrur